Fréttir
05.01.2021
Jólatré verða ekki fjarlægð af lóðamörkum á vegum Akureyrarbæjar
Lesa meira
Fréttir
30.12.2020
Oddur Þór Vilhelmsson, prófessor í Auðlindadeild Háskólans á Akureyri hefur verið ráðinn í stöðu forseta Viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) frá 1. janúar næstkomandi til næstu fjögurra ára. Oddur er doktor í matvælaörverufræði frá The Pennsylvania State University og hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá árinu 2004. Hann hefur meðal annars leitt fjölþjóðlegar rannsóknir á sviði umhverfisörverufræði Norðurslóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HA.
Lesa meira
Fréttir
30.12.2020
Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður í viðtali
Lesa meira
Fréttir
29.12.2020
Fyrsta formlega bólusetningin gegn Covid-19 sjúkdómnum á Húsavík fór fram á Hvammi rétt í þessu. Það var elsti íbúi Hvamms, Hólmfríður Sigurðardóttir sem fékk fyrstu formlegu sprautuna en hún varð 100 ára í mars á þessu ári.
Lesa meira
Fréttir
29.12.2020
Við höldum áfram að rýna í árið 2020 og nú er komið að síðari helmingnum.
Lesa meira
Fréttir
28.12.2020
Þar sem árið 2020 er senn á að enda er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og fara yfir það sem helst bar til tíðinda á árinu
Lesa meira
Fréttir
27.12.2020
Leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir í viðtali
Lesa meira
Fréttir
26.12.2020
Vikublaðið leitaðist eftir að fá einkaviðtal við einn jólasveinanna þrettán sem nú eru flestir mættir til byggða
Lesa meira
Fréttir
25.12.2020
Díana Björk Friðriksdóttir er fædd og uppalin á Dalvík. Hún vinnur á leikskólanum Krílakoti og er að læra leikskólakennarann við Háskólann á Akureyri.
Lesa meira
Fréttir
23.12.2020
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í jólaviðtali
Lesa meira
Fréttir
23.12.2020
,,Jólin í sveitinni voru dásamleg, allt fór í hátíðlegan búning, líka þessir hversdagslegu hlutir eins og að fara í fjárhúsin,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir um jólin heima í sveitinni. Sigrún er 35 ára gömul, uppalin í Fnjóskadal, fjögurra barna móðir og starfar við samfélagsmiðla. Í dag býr Sigrún á Egilsstöðum ásamt sambýlismanni sínum og börnum. Faðir Sigrúnar vann hjá Skógrækt ríkisins og valdi hann alltaf fallegt jólatré fyrir fjölskylduna. ,,Það var alltaf mikil spenna þegar hann renndi í hlaðið með tréð á kerru og maður fékk að sjá gripinn. Þorláksmessukvöld fór í að skreyta tréð, maður dundaði sér oft að skreyta langt fram eftir kvöldi,“ segir Sigrún. Lifandi jólatré hafa verið stór partur af jólahátíðinni hjá Sigrúnu og fjölskyldunni.
Lesa meira
Fréttir
22.12.2020
Jóhannes Sigurjónsson fyrrverandi ritstjóri Víkurblaðsins og Skarps er Norðlendingur vikunnar. Jóhannes fór á eftirlaun fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað Þingeyingum í ríflega 40 ár sem ritstjóri og álitsgjafi. Hann fæddist í prestsbústaðnum á Bolungarvík og bjó þar fyrstu 3 árinu, en hefur eftir það meira og minna alið manninn á Húsavík. Jóhannes er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum...
Lesa meira
Fréttir
22.12.2020
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir hefur umsjón með Matarhorni vikunnar. Þórgunnur hefur verið skólastjóri Borgarhólsskóla á Húsavík síðan árið 2010 en var áður skólastjóri á Ólafsfirði. „Ég hef starfað sem skólastjóri í 20 ár og finnst það alltaf jafngaman. Ég er áhugamanneskja um mat og áhrif hans á lífsgæðin okkar. Það skiptir ótrúlega miklu hvað við setjum ofan í okkur og ekki hentar það sama öllum. Ég hef líka mjög gaman af því að prófa nýjar mataruppskriftir eða leika af fingrum fram í eldhúsinu. Stórfjölskyldan gefur manni líka tækifæri til þess þar sem fjölbreytni í óþoli og ofnæmi er þó nokkur hjá nokkrum fjölskyldumeðlimum. Það má segja að áramótaatriðið með jólaboðinu hafi verið innlit í jólaboð heima hjá mér. Ég hef verið spurð að því hvort ég eldi aldrei sama matinn tvisvar. Vissulega geri ég það. Þar sem jólamaturinn fer að detta inn með öllu tilheyrandi ætla ég að minna á „léttan“ mat fyrir kroppinn,“ segir Þórgunnur en hún er matgæðingur vikunnar.
Lesa meira
Fréttir
21.12.2020
Baldur Kristjánsson er Húsvíkingur sem er búsettur í Osló í Noregi. Hann vinnur á landslagsarkítektastofunni Trifolia sem hann er meðeigandi í. En í frítíma sínum sinnir hann köllun sinni sem er listin. Myndir hans eru draumkenndar teikningar og notast Baldur aðallega við blýant og þurrpastel. Baldur er kominn með barnabók á teikniborðið og er kominn í samstarf við nýja vefverslun sem heitir Vegglist.is og eru eftirprentanir eftir Baldur á leið á markað innan skamms. Vikublaðið ræddi við Baldur á dögunum.
Baldur er borinn og barnfæddur Húsvíkingur og er með ástíðu fyrir sveitinni enda segist hann dreyma um það að verða hobby-sauðfjárbóndi í framtíðinni. Hann notar enda hvert tækifæri til þess að komast heim í sveitina og missir helst ekki af göngum og sauðburði ef hann er á landinu en hann er ættaður innan úr Öxarfirði.
Baldur útskrifaðist með BA gráðu í Arkítektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2008 en hann segir að það hafi alltaf verið draumur að fara eitthvað erlendis til að halda áfram námi. „Það var ekki boðið upp á Master í Listaháskólanum þannig að það var alltaf planið að fara eitthvað út,“ segir Baldur og bætir við hlæjandi: „Árið 2008 var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir arkítekta og enga vinnu að fá í þeim bransa. Ég hef alltaf haft mestan áhuga fyrir landslagsarkítektúr og langaði til að sérhæfa mig í því.“
Lesa meira
Fréttir
21.12.2020
Lífið í nokkum föstum skorðum í heimsfaraldrinum, segir íbúi á eynni
Lesa meira