Til stóð að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnaði í dag en því hefur nú verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.
Þess í stað er stefnt á opnun á morgun laugardag en veðurspá er mun skaplegri fyrir laugardag og sunnudag. "Þegar þetta er skrifað eru um 30 m/sek í Fjallinu en spáin er mun betri fyrir laugardag og sunnudag," segri í Twitter-færslu Akureyrarbæjar.