Byggja upp á hátíðarsvæði í Hrísey

Hverfisráð Hríseyjar fjallaði nýverið um áframhaldandi uppbyggingu hátíðarsvæðis í eynni.

Á liðnu ári voru keypt grill sem setja á upp í grillhúsið sem fyrir er á svæðinu. Einnig voru keypt leiktæki sem setja á upp á svæðinu, sandakassi og rólur. Leiktækin verða sett upp næsta vor.

Fram kemur í fundargerð að hverfisráðið telur að næstu verkefni við uppbyggingu hátíðarsvæðisins verði m.a. að leggja göngustíga. Leggur ráðið áherslu á að skipuleggja vinnuna tímanlega í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

/MÞÞ


Nýjast