Fréttir

Forfallinn Neil Young og Pearl Jam aðdáandi

Vikublaðið í samstarfi við Háskólann á Akureyri mun næstu vikum og mánuðum kynna vísindafólk Háskólans á Akureyri. Við byrjum á að kynna Guðmund Oddsson sem er dósent í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Einhverjir þekkja hann betur sem Gumma Odds. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.
Lesa meira

„Hefði aldrei dottið í hug að 32 ára myndi ég læra að labba á höndum“

Arnór Ragnarsson er 33 ára Húsvíkingur sem starfar sem leiðbeinandi á unglingastigi í Borgarhólsskóla og þjálfar CrossFit á Húsavík. Hann útskrifaðist með diplóma í vefþróun (e. web development) frá Vefskóla Tækniakademíunnar í maí 2017. „Í október 2019 náði ég mér í “CrossFit Level 1 Trainer” réttindi,“ segir Arnór sem er Norðlendingur vikunnar. Arnór segist hafa mikinn áhuga á íþróttum og þá helst fótbolta, CrossFit, körfubolta og bardagaíþróttum. „Sömuleiðis hef ég mjög gaman af tónlist, LEGO, Dungeons & Dragons og að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni líkt og að fara í fjallið og fleira. Svo er fátt skemmtilegra en að setjast niður fyrir framan tölvuna og hanna og forrita skemmtilega lausn,“ segir Arnór og bætir við að þegar hann bjó í Reykjavík hafi hann æft með Mjölni, m.a. víkingaþrek. „Þegar ég flutti aftur heim til Húsavíkur árið 2017 ákvað ég að skrá mig á grunnnámskeið í CrossFit því ég taldi að það væri svipað og víkingaþrekið. Það er vissulega margt svipað en fullt annað sem bættist við og varð ég eiginlega strax “hooked” á því. Það sem heillar mig mest er fjölbreytileikinn. Almennar hreyfingar eins og armbeygjur og hnébeygjur í bland við ólympískar lyftingar og fimleika, keyrt á háu tempói yfir stuttan tíma finnst mér agalega skemmtilegt. Svo er líka svo gaman að sjá bætingar á ólíklegustu hlutum, hefði aldrei dottið í hug að 32 ára myndi ég læra að labba á höndum.“
Lesa meira

Menningarleg sérstaða

Huld Hafliðadóttir ritar bakþanka: Ítalskur kunningi minn, búsettur hérlendis, birti nýverið færslu á Facebook um veðrið á Íslandi og þá sérkennilegu staðreynd að Íslendingar láta ung börn sín oftar en ekki sofa úti í öllum veðrum. Með færslunni fylgdi mynd sem tekin var af röð barnavagna í hríðarveðri liðinnar viku, þar sem þeir lúrðu í skjóli fyrir utan leikskólann hér í bæ.
Lesa meira

Leggja til að Akureyri verði efld í norðurslóðamálum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag við tillögum nefndar þingmanna úr öllum flokkum sem hann hafði falið að endurskoða stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Ein af tillögum nefndarinnar er að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála. Á grundvelli tillagna nefndarinnar mun utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra leggja fram á næstunni tillögu til þingsályktunar um nýja norðurslóðastefnu.
Lesa meira

Vinur er sá?

Lesa meira

KA/Þór þurfa að mæta Stjörnunni á ný

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur fellt þann dóm að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar sl. verði ómerkt og að leikurinn fari fram að nýju. Þetta kemur fram í frétt á vefnum handbolti.is
Lesa meira

Á annað hundrað snjóstanga brotnar af götuskápum

Götuskápar eru mikilvægur hluti af dreifikerfi rafmagns. Þeir eru yfir þúsund talsins og á þeim eru snjóstangir sem sýna staðsetningu í miklum snjó, m.a. til viðvörunar fyrir snjóruðningstæki.
Lesa meira

Vilja að bæjaryfirvöld flýti endurbótum á Glerárskóla

Lesa meira

„Ég ætla að einbeita mér að því sem ég er að gera hér heima í bili“

Kjördæmaráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að prófkjör fari fram laugardaginn 29. maí þar sem valið verður í fimm efstu sætin, en kjörnefnd verður falið að gera tillögu um skipan listans að öðru leyti.
Lesa meira

Völsungar fá liðsstyrk

Penninn var á lofti í vallarhúsi Völsungs á Húsavík um liðna helgi þar sem þrír leikmenn skrifuðu undir samning við Völsung og munu leika með kvennaliðinu í fótbolta á komandi leiktíð. Leikmennirnir sem umræðir eru Sylvía Lind Henrýsdóttir, Ólöf Rún Rúnarsdóttir og Sarah Elnicky.
Lesa meira

Íbúðakjarni fyrir fatlaða tilbúinn 1. desember

Áætlað er að nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða við Stóragarð verði tilbúinn 1.desember næst komandi. Um er að ræða íbúðakjarna með sex íbúðum auk sameiginlegs rýmis og starfsmannaaðstöðu. Samskonar verkefni hefur áður verið unnið hjá Hafnafjarðabæ.
Lesa meira

Endurnýjanleg orka ryður sér til rúms í Grímsey

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Háhyrningar spókuðu sig í blíðviðrinu

Náttfari, einn af eikarbátum Norðursiglingar sigldi úr Húsavíkurhöfn upp úr hádegi í gær, þriðjudag. Þeir 13 farþegar sem voru um borð duttu heldur betur í lukkubátinn enda einstaklega gott veður og Skjálfandinn skartaði sínu fegursta. Með í för voru einnig tveir aðilar frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og tveggja manna áhöfn.
Lesa meira

Hvassviðri hamlar opnun nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli

Lesa meira

Íbúakosning um skipulagsbreytingu á Oddeyri

Lesa meira

Heilsuvernd og Umönnun hafa áhuga á rekstri ÖA

Lesa meira

Sungið um Húsavík í Suður-Kóreu

Sigurganga lagsins Húsa­vík, sem í gær var til­nefnt til Óskar­sverðlauna, ætlar engan endi að taka. Á myndbandinu hér að neðan má sjá suðurkór­esk­an kvart­ett taka lagið á suðurkór­esku sjón­varps­stöðinni JTBC Entertain­ment.
Lesa meira

Kjass og Killer Queen á Græna hattinum

Lesa meira

Vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Lesa meira

KEA úthlutaði styrkjum til 46 aðila úr Menningar-og viðurkenningasjóði

Lesa meira

Húsavík tilnefnt til Óskarsverðlauna

Draumur margra Húsvíkinga um Óskarsverðlaun færðist nær í dag. Tilkynnt hefur verið að lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga er til­nefnt til verðlaun­anna í flokki frumsamdra sönglaga (e. original song).
Lesa meira

Lagning ljósleiðara til Hríseyjar

Lesa meira

„Eigum ekki að vera hrædd við að byggja upp í loftið"

Lesa meira

„Stolt okkar bæjarfélags hér eftir sem hingað til“

Stofnunfundur hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju var haldinn að lokinni messu í Húsavíkurkirkju á sunnudagskvöld sl. Um 50 manns voru saman komnir í messuna og urðu flestir eftir til að taka þátt í fundinum. Hinum nýju samtökum er ætlað að stuðla að uppbyggingu á Húsavíkurkirkju, eigna hennar og umhverfi. Eins og Vikublaðið hefur áður greint frá hafa komið í ljós talsverðar fúaskemmdir á ytra byrði kirkjunnar, krossum og skrautlistum. Þá er þörf á miklu viðhaldi á Bjarnahúsi, safnaðarheimili Húsavíkursóknar.
Lesa meira

Elgur í vígahug

Lesa meira

Framsýn kallar eftir aðgerðum vegna stöðu lágtekjufólks

Framsýn stéttarfélag samþykkti á fundi stjórnar og trúnaðarráðs ásamt stjórn Framsýnar-ung á mánudag að senda frá sér ályktun þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi þegar í stað til tímabundinna aðgerða til að bæta kjör atvinnuleitenda, jafnframt því að auka stuðning við lágtekjufólk til lengri tíma.
Lesa meira