Fréttir
20.06.2021
Jón Arnór Pétursson er aðeins 14 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann nú þegar að baki glæstan feril sem leikari og skemmtikraftur.
Jón Arnór er þessa dagana að stíga sín fyrstu skref í útgáfu á eigin tónlist ásamt Baldri Birni Arnórssyni vini sínum. Þeir senda frá sér tónlist og koma fram undir listamannanafninu „Jón Arnór & Baldur“. Fyrsta lagið þeirra „Alla leið“ kom út 1. júní 2021. Strákarnir eru komnir í stúdíó með annað lagið sitt og von er á fleirum á næstu mánuðum.
Lesa meira
Fréttir
19.06.2021
Handboltakonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með KA/Þór nýverið eins og frægt er orðið. Rut gekk í raðir KA/Þórs sl. haust og varð því Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Rut er ein besta handboltakona landsins, hún er fastamaður í landsliðinu og hefur leikið um hundrað landsleiki. Rut stendur á þrítugu og er uppalin í HK. Hún var nýlega valin besta leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri á lokahófi félagsins og óhætt að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í handboltalífið á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Rut um handboltann og lífið á Akureyri.
Lesa meira
Fréttir
18.06.2021
Framkvæmdir eru í fullum gangi við Húsavíkurkirkju og safnaðarheimilið Bjarnahús. Það er trésmíðaverkstæðið Val ehf. sem sér um byggingaframkvæmdir en Bæjarprýði sér um lóðaframkvæmdir.
Lesa meira
Fréttir
16.06.2021
Um þessar mundir eru 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak.
Lesa meira
Fréttir
14.06.2021
Hluti af því að vera blómaáhugamaður er að gera alls konar tilraunir, sama hversu gáfulegar þær eru. Í dag er ég með tvær skemmtilegar tilraunir í gangi. Annars vegar setti ég niður fræ úr lífrænni sítrónu úr Nettó en það eru komnar þrjár litlar plöntur sem virðast ætla að komast á legg. Hins vegar spíraði ég fræ úr avókadóávexti og setti að lokum í mold. Það er tilrauninn sem ég ætla að fjalla um að þessu sinni.
Lesa meira
Fréttir
14.06.2021
Frídagur sjómanna var á sunnudag fyrir rúmri viku. Á Húsavík var lítið um hátíðarhöld og dagurinn leið eins og hver annar sunnudagur. Covid 19 faraldurinn hefur þar eflaust eitthvað að segja. Þó má ekki má líta fram hjá því að sjóssókn frá Húsavík er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem áður var ef frá er talin útgerð hvalaskoðunarbáta. Smábátaútgerð er sáralítil og nýliðun í greininni er nánast engin, enda er hún ömöguleg án aflaheimilda. Ef ekki væri fyrir útgerð GPG væri nánast engin fiskiútgerð á Húsavík.
Lesa meira
Fréttir
13.06.2021
Háskólahátíð - brautskráning Háskólans á Akureyri fór í ár fram í þremur athöfnum á tveimur dögum. Þá brautskráðust 534 kandídatar af þremur fræðasviðum og er þetta stærsti útskriftarárgangur háskólans frá upphafi.
Lesa meira