Fréttir

Gosið sem varla varð

Lesa meira

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Lesa meira

Staðan á bólusetningum á Norðurlandi

Lesa meira

Versti vetur í manna minnum

Lesa meira

„Alveg tilbúin til að kveðja lífsstarfið mitt“

Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena vakti nýverið athygli í þættinum Það er komin Helgi þar sem hún mætti í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðamanna Vindanna. Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék á als oddi. Vikublaðið fékk Helenu til að vera Norðlending vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

Norðurþing: Vilja endurskoða aðild að einstaka rammasamningum

„Mögulega gætti líka ákveðins misskilnings innan stjórnsýslunnar um þau áhrif sem aðild að þeim samningi kynnu að hafa,“ segir sveitarstjóri.
Lesa meira

Sóknarfæri fyrir Akureyri og nágrenni

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla um sameiningu fer fram í júní

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram þann 5. júní 2021. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna var skipuð í júní 2019 og hefur síðan þá komið saman á 18 bókuðum fundum. Nefndin skipaði fimm starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Nefndin skilaði áliti sínu til sveitarstjórna þann 9. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Framboðslisti Vg í NA-kjördæmi samþykktur

Lesa meira

Hermann Karlsson ráðinn í nýja stöðu Almannavarna og lögreglu

Lesa meira

Norðlensk hlaðvörp ryðja sér til rúms

Lesa meira

Vilja stækka JMJ-húsið og bjóða bænum sem Ráðhús

Lesa meira

„Matur, orka og vatn eru lykillinn að sjálfbærni“

Eimur, SSNV, SSNE og Nýsköpun í norðri í samstarfi við Hacking Hekla, Nordic Food in Tourism og Íslandsbanka bjóða skapandi heimamönnum á Norðurlandi að verja helgi sem frumkvöðlar og vinna að hugmyndum og verkefnum sem “uppfæra” svæðið. Sigurteymi Hacking Norðurland hlýtur peningaverðlaun. Hakkaþon eða lausnamót, er nýsköpunarkeppni þar sem fólk kemur saman og skapar lausnir yfir stuttan tíma - venjulega um 24-48 klukkustundir. Lausnamót eru frábær vettvangur fyrir hvern sem er til að deila reynslu og þekkingu og vinna að viðskiptahugmynd eða verkefni.
Lesa meira

Kallar eftir úrræðum að loknu fæðingarorlofi

Hafrún Olgeirsdóttir fulltrúi E-lista í sveitarstjórn Norðurþings vakti máls á því á fundi sveitarstjórnar að sú staða væri komin upp á leikskólanum Grænuvöllum að ekki væri að takast að tryggja öllum börnum sem hafa náð eins árs aldri leikskólavist. Þá er ekkert annað úrræði í boði á vegum sveitarfélagsins til að brúa bilið að loknu fæðingarorlofi.
Lesa meira

Sjö í einangrun á Norðurlandi eystra

Lesa meira

PCC: „Enn á þó eftir að ganga frá mörgum lausum endum"

Greint hefur verið frá því áður að PCC á Bakka við Húsavík stefnir að því að endurræsa annan ljósbogaofn kísilversins í apríl og hinn ljósbogaofninn fljótlega í kjölfarið. Í samtali við Vikublaðið segir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri að það sé enn stefnan. „Enn á þó eftir að ganga frá mörgum lausum endum til að svo geti orðið,“ segir hann.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Hertar sóttvarnareglur-áhrif á þjónustu Akureyrarbæjar

Lesa meira

Flatirnar koma vel undan vetri á Jaðarsvelli og æfingasvæðið að opna

Lesa meira

Fjórði metan strætóinn bætist við í haust

Lesa meira

Fyrsta hnefaleikamót Þórs

Lesa meira

24 milljónir til stígagerðar á Glerárdal

Lesa meira

Stórfelld líkamsárás á Akureyri til rannsóknar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sl. sólarhring haft til rannsóknar meiriháttar líkamsárás, rán og eignaspjöll sem áttu sér stað á bifreiðastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg sl. Sunnudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Lesa meira

Matarhornið: Klassískar uppskriftir sem henta vel í matarboðin

„Ég er virkilega ánægður með útnefninguna frá Siguróla vini mínum fyrir þennan ágæta lið,“ segir Hjalti Þór Hreinsson sem hefur umsjón með matarhorni vikunnar. „Ég, og við hjónin, erum ansi dugleg og liðtæk í eldhúsinu. Njótum þess að fá gesti í mat og eigum bæði nokkrar skotheldar uppskriftir sem við grípum oft í, en finnst líka gaman að söðla um og feta nýjar slóðir. Við horfum líka mikið á matreiðsluþætti og ýmislegt tengt mat og matargerð. Þá skoðar maður netið, bæði samfélagsmiðla og heimasíður (mæli með Serious Eats síðunni, sérstaklega). Ég hef mjög gaman af því að lesa, á fjölda uppskriftabóka, allt frá tæknilegum bókum um vísindi bakvið matargerð (mæli með Food Lab eftir Kenji López-Alt), út í sögu matargerðar, til dæmis gaf Siguróli mér einmitt bók um matargerðarlist Íslendinga á miðöldum, Pipraðir Páfuglar. Hafði eðlilega mjög gaman af henni. Ég er meira fyrir slíkar bækur en eiginlegar uppskriftabækur. Ég fylgi ekki oft uppskriftum en fæ oft hugmyndir og innblástur af þeim, sem svo breytast aðeins og þróast þegar maður færir sig í eldhúsið,“ segir Hjalti. „Uppskriftirnar hér eru nokkuð klassískar og eiga það sameiginlegt að henta vel í matarboð og jafnvel í fjölmennari veislur. Við Siguróli höfum einmitt staðið fyrir fögnuði í kringum Superbowl undanfarin ár, þar sló pulled pork til að mynda vel í gegn fyrir nokkrum árum, og nú síðast í janúar var það eftirrétturinn sem var margrómaður.“
Lesa meira

Bólusetningar halda áfram á Norðurlandi

Lesa meira

Órofa samstaða um alvarlegt skipulagsslys

Lesa meira

„Voru bara einhverjir sérvitringar sem að stunduðu skíðagöngu“

Gönguskíðaæðið á landinu hefur varla farið framhjá mörgum en nánast annar hver maður stundar nú sportið af harðfylgi. Ólafur Björnsson hjá Skíðafélagi Akureyrar hefur ekki farið varhluta af áhuga Akureyringa og annarra landsmanna á gönguskíðasportinu. Ólafur, sem starfar sem kennari við VMA í aðalstarfi, ræddi við Vikublaðið um íþróttina vinsælu. „Skíðafélag Akureyrar heldur úti reglulegum æfingum fyrir börn og unglinga. Einnig eru vikulegar æfingar fyrir fullorðna. Þar fjölgaði svo mikið í vetur að við þurftum að skipta fólki í fleiri hópa. Það eru tveir svokallaðir byrjendahópar, einn millihópur fyrir fólk með svolitla reynslu og svo er framhaldshópur þar sem stundum er tekið ansi vel á því. Þetta eru sirka 100 manns sem að eru á þessum vikulegu æfingum. Þar erum við þrír þjálfarar. Það hefur verið mikið að gera í námskeiðshaldi og æfingum í vetur en sérstaklega hefur iðkun fullorðinna sprungið út og við erum með tugi manns sem mæta á vikulegar æfingar hjá Skíðafélaginu,“ segir Ólafur. Þá segir hann mikla fjölgun hjá þeim sem stunda skíðagöngu sér til ánægju og heilsubótar.
Lesa meira