Fréttir

Á golfvellinum frá unglingsaldri

Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

PCC á Bakka: Annar ofninn ræstur eftir helgi

Undirbúningur fyrir endurgangsetningu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík er nú á lokametrunum og stefnt er að því að hefja uppkeyrslu eins ofnsins á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem PCC sendi frá sér fyrir stundu.
Lesa meira

Húsavík í sviðsljósinu á ný: Heimabær allra í heimi

Húsavík er á ný orðinn kvikmyndabær og fór að taka á sig mynd sem slíkur nú í morgunsárið. Eins og Vikublaðið greindi frá í gær verður söngatriði í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga, tekið upp á höfninni á Húsavík í dag og kvöld. Atriðið verður síðan flutt á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fer aðfararnótt 26. apríl að íslenskum tíma; í Hollywood og sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira

Kjalveg þarf að leggja

Lesa meira

Húsvískur stúlknakór syngur á Óskarsverðlaunahátíðinni

Kvikmyndafyrirtækið True North er mætt til Húsavíkur til að taka upp myndband af flutningi Molly Sandén á laginu Husa­vik – My Home Town úr kvikmyndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga sem tilnefnt er til Óskarsverðlauna
Lesa meira

Rauði dregillinn kominn á malbikið

Um hádegisbil í dag mættu vaskir menn á vegum þjónustumiðstöðvar Norðurþings með málningu og rúllur
Lesa meira

Hvernig Ísland breytti heiminum

Egill Bjarnason blaðamaður sem er búsettur á Húsavík gefur út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir Associated Press, The New York Times, National Geographic og fleiri erlenda miðla.
Lesa meira

Einræða eða samræða

Lesa meira

Rafskútaleiga opnuð á Akureyri

Lesa meira

Ókeypis bílastæði í miðbæ Akureyrar heyra brátt sögunni til

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars.
Lesa meira

Opið bréf til skipulagsráðs, bæjarstjórnar og bæjarbúa

Lesa meira

Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar

Lesa meira

Fiskideginum aflýst annað árið í röð

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Hvað er að gerast í Norðurþingi?

Sagt er að góðir hlutir gerist hægt en svo raungerast aðrir hlutir alls ekki neitt. Hvort hið fyrrnefnda eða síðarnefnda eigi við um stjórnsýsluna í Norðurþingi er ekki gott að fullyrða nokkuð um
Lesa meira

Vill skoða þann möguleika að loka Göngugötunni alfarið yfir sumarið

Lesa meira

Akureyringar hvattir til að skipta út nagladekkjum

Lesa meira

Hlíðarfjall opnar á föstudaginn

Lesa meira

Farsæl skyndiákvörðun

Roman frá Sviss réð sér vart fyrir kæti þegar hann kom úr hvalaskoðun með Náttfara Norðursiglingar á Húsavík fyrir skemmstu. Blaðamaður Vikublaðsins tók á móti ferðamönnum á kajanum og ræddi við Roman. Hann sagði að það hafi verið skyndiákvörðun að skella sér með í siglinguna og það hafi verið frábær ákvörðun. „Ég fór aðeins upp í brú til að fá að geyma gleraugun mín og þegar ég kom aftur út á dekk voru háhyrningar allt í kringum okkur. Þvílík upplifun að sjá þessar tignarlegu skepnur í öðru eins návígi,“ segir hann og er í hálfgerðri geðshræringu af kæti þegar hann lýsir því sem fyrir augu bar.
Lesa meira

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Lesa meira

„Forréttindi að koma hingað til lands“

Náttfari, einn af eikarbátum Norðursiglingar sigldi úr Húsavíkurhöfn einu sinni sem oftar í fallegu veðri fyrir skemmstu áður en fjórða Covid bylgjan skall á. Þeir 13 farþegar sem voru um borð duttu heldur betur í lukkubátinn enda skartaði Skjálfandinn sínu fegursta. Með í för voru einnig tveir aðilar frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og tveggja manna áhöfn.
Lesa meira

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur

Lesa meira

Nýr götusópur til Akureyrar sem vinnur gegn svifryksmengun

Lesa meira

Ætlar í umfangsmikla lyfjaframleiðslu á Akureyri og ráða 100 manns í vinnu

Lesa meira

Lundinn kominn til Grímseyjar

Lesa meira

Fylgdu draumnum þínum, þú munt ekki sjá eftir því!

Lesa meira

Náttúran er auðlindin sem allt byggist á

Vikublaðið ræddi við Hörð Sigurbjarnason fyrir skemmstu þar sem komið var inn á framtíð ferðaþjónustu á svæðinu en hann er einn af stofnendum Norðursiglingar á Húsavík.
Lesa meira