Fréttir

Framkvæmdir á áætlun við Lundarskóla

Lesa meira

Fékk verðlaun fyrir sína fyrstu skáldsögu

Lesa meira

Martröðin sem ekki er talað um

Ýmis teikn eru á lofti um að viðspyrna ferðaþjónustunnar geti hafist fyrir alvöru um mitt sumar ef áætlanir um bólusetningar ganga eftir
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Slökkvilið kallað út vegna glussaleka

Slökkvilið var kallað út á þriðja tímanum á Húsavík í dag þegar glussaslanga gaf sig í vörubíl í Þverholti með þeim afleiðingum að talsverður glussi lak á götuna.
Lesa meira

Forfallinn aðdáandi íslensku flórunnar

Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og nú er komið að Brynhildi Bjarnadóttur dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að náttúruvísindum í víðum skilningi. Bæði hefur hún unnið að rannsóknum á skógarvistkerfum auk þess að vinna að rannsóknum sem snúa að því hvernig efla megi kennslu náttúruvísindagreina innan skólakerfisins. Brynhildur er fædd og uppalin á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1994. Þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk B.S. prófi í líffræði árið 1997. Árið 1999 lauk Brynhildur prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama háskóla. Brynhildur er með doktorspróf í skógvistfræði frá Háskólanum í Lundi. „Ég er svo heppinn að vera með nokkuð vítt rannsóknasvið og hef áhuga á öllu sem snýr að náttúru og umhverfi,“ segir Brynhildur. „Ég hef þó einkum fengist við rannsóknir á kolefnishringrásum skógarvistkerfa en það er fræðasvið sem ekki hefur verið mikið kannað hérlendis, enda Ísland ekki beinlínis þekkt sem mikið skógarland. Skógar eru hins vegar afar mikilvægir á heimsvísu við að vinna gegn loftslagbreytingum enda eru þeir mikilvirkustu lífverur jarðar í að fanga CO2 úr andrúmslofti. Þessar skógarrannsóknir mínar hafa sýnt mér að í skógrækt felast fjölmörg tækifæri til að græða upp landið okkar, binda kolefni og um leið búa til vistkerfi sem er sjálfbært og laðar að sér bæði dýr og menn.“
Lesa meira

„Mér fannst aldrei vera raunveruleg hætta frá þeim“

Sæþór Olgeirsson er peppaður fyrir átök sumarsins
Lesa meira

Af skotvopnum og grasbítum

Lesa meira

Af gömlum vana

Margt af því sem við gerum í lífinu er byggt á vana. Hversdagslegir hlutir eins og að bursta tennurnar eða fara í sokkana fyrst eða síðast. Vanar og viðhorf sem við sköpum okkur meðvitað eða ómeðvitað. Að ógleymdum hlutum sem við venjum okkur á frá öðrum, t.d. foreldrum okkar eða systkinum. Já, þessi gerði þetta alltaf svona og þessvegna geri ég það. Eitthvað sem mér var kennt eða eitthvað sem ég horfði á einhvern gera síendurtekið. Sagan af hangilærinu er líklega eitt þekktasta dæmið um vana byggðan á misskilningi. Kona ein skar hangilærið alltaf í tvo hluta áður en það fór í pottinn. Þeir sem horfðu á lærðu af og héldu áfram í sínum búskap. Þegar einhver spurði hvers vegna þyrfti að skera lærið í tvennt var fátt um svör, en þó hélt viðkomandi að það væri einfaldega betri eldunaraðferð, að sjóða tvo minni parta frekar en einn stóran.
Lesa meira

Minningarmót um Gylfa Þórhallsson

Lesa meira

Rætt um stjórnsýslubreytingar á Akureyri

Lesa meira

Leita að styrkjum fyrir sameiningartáknið

Lesa meira

Elsta hús Akureyrar til leigu

Lesa meira

Segja upp samningum í snjómokstri

Lesa meira

Með mold undir nöglunum: Ástríðan fyrir pottablómum

Með mold undir nöglunum er nýr liður í Vikublaðinu sem við ætlum að leyfa að þróast á komandi vikum. Hér verður fjallað um pottablóm til að byrja með en þegar nær dregur sumri er aldrei að vita nema við færum okkur út í garð og fjöllum um allt mögulegt sem vex upp úr jörðinni. Sjálfur er ég alls enginn sérfræðingur en fékk brennandi áhuga á ræktun fyrir tveimur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði ég s.s. dýpt fingrum aðeins í mold og ræktað einfaldar matjurtir á svölunum. Síðasta sumar var heimili mitt undirlagt af tómata- og chillyplöntum en í dag er ástríða mín fyrst og fremst á stofu og pottablómum. Hér mun ég fjalla um helstu sigra og mistök sem ég hef gert í ræktuninni. En mikilvægt er að muna að mistökin eru til þess að læra af þeim. Ég ríð á vaðið með þessari fallegu drekalilju (Dracaena marginata) á meðfylgjandi mynd sem ég fékk gefins frá vinkonu minni fyrir hálfu öðru ári síðan. Plantan var orðin heldur há fyrir vinkonu mína og ég tók við henni fegins hendi, enda hátt til lofts á mínu heimili. Plantan var þá tæpir tveir metrar á hæð.
Lesa meira

Léttrugluð hjón í nýjum barnaþáttum

Margrét Sverrisdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir samkomutakmarkanir undanfarna 14 mánuði. Hún hefur verið að skrifa handrit að barnaefni fyrir Þjóðkirkjuna í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Margréti á dögunum um helstu verkefni síðustu missera og það sem fram undan er. Margrét hefur starfað við leikhús og sjónvarp um árabil en hún útskrifaðist með BA gráðu (Hons) í leiklist frá Arts Ed í London árið 2003. Hún varð þjóðþekkt þegar hún tók við umsjón Stundarinnar okkar ásamt eigin manni sínum Oddi Bjarna Þorkelssyni árið 2011. Þau voru valin úr hópi hundruða umsækjenda og stýrðu þættinum til 2013, skrifuðu saman og hún lék.
Lesa meira

Handverkshátíðin með óhefðbundnu sniði

Lesa meira

Einhver ólýsanleg frelsistilfinning á hjólinu

Árni F. Sigurðsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þótt margir hjóli allt árið er sumarið óneitanlega tíminn fyrir hjólreiðarfólk. Árni og eiginkona hans eiga og reka sauðfjárbú og hestaleigu í Bárðardal auk þess sem hann starfar sem tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Árna sem er Norðlendingur vikunnar. „Frelsið, fyrst og fremst," segir Árni þegar spyr hann hvað sé svona heillandi við hjólreiðar. „Maður fer bara af stað og kemst næstum hvað sem er. Þetta er íþrótt sem er ólík mörgum öðrum, þar sem hjólreiðar eru líka samgöngutæki. Maður getur hjólað til og frá vinnu og oft náð æfingu dagsins á þeirri leið. Hjólreiðar er svo hægt að stunda bæði sem einstaklings- og hópíþrótt og hentar þannig bæði einförum og félagsverum...
Lesa meira

Gullfoss-Akureyri 218 km

Fyrir nokkrum vikum birti ég á þessum vettvangi álit þar sem ég lýsti því hve gríðarlegt hagsmunamál nýr Kjalvegur væri fyrir Norðlendinga. Sú skoðun kemur einnig fram í tillögu sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi um endurnýjun vegar yfir Kjöl með það að markmiði að halda honum opnum stóran hluta árs. Vísa ég þar til veigamikilla öryggis-, byggða- og umhverfissjónarmiða.
Lesa meira

Bjartsýni fyrir bæjarhátíðum í sumar

Lesa meira

SAk gaf 43 sjúkrarúm til Sierra Leone

Lesa meira

Styður ekki frumvarp um afglæpavæðingu fíkniefna

Lesa meira

Kallar eftir skýringum á ríflega 100 milljóna króna skrifstofukostnaði Orkuveitunnar

Á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór fyrir skemmstu var farið yfir ársreikning félagsins fyrir 2020 og var hann samþykktur. Bergur Elías Ágústsson varaformaður stjórnar lét þó bóka fyrirvara við undirskrift sína.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Segir Hildu Jönu fara með rangt mál

Lesa meira

Félagarnir Jón og séra Jón

Lesa meira

Vissara að spyrja

Lesa meira