Fréttir
07.06.2021
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna en kosið var um hana á laugardag.
Lesa meira
Fréttir
06.06.2021
KA/Þór er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í fyrsta sinn eftir frækin sigur á Val á Hlíðarenda í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, Olísdeildarinnar, í dag. Leiknum lauk 25:23 fyrir KA/Þór sem vann því einvígið 2:0.
Lesa meira
Fréttir
06.06.2021
Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. „Síðustu 10 ár eða svo hef ég verið töluvert á flakki en þó alltaf með ræturnar á Húsavík. Tvítugur fór ég í nám í Bandaríkjunum, Birmingham, Alabama, í viðskipta- og hagfræði ásamt því að spila fótbolta. Svo tóku við tvö ár í framhaldsnámi við Háskólann í Reykjavík, með viðkomu eina önn í skiptinámi í París.
Því næst var förinni heitið til Sviss þar sem kærasta mín var í námi og nú er maður aftur kominn til Húsavíkur,“ segir Ármann sem er Norðlendingur vikunnar.
Ármann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og segist hann vera mjög spenntur fyrir þeirri áskorun. „Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við.“
Lesa meira
Fréttir
05.06.2021
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....
Lesa meira
Fréttir
04.06.2021
Nýverið var fundust mannabein við Ketilsstaði á Tjörnesi m.a. hauskúpa sem talin er vera af ungri stúlku. Víða á Tjörnesi hafa staðið yfir framkvæmdir þar sem verið er að grafa að húsum til að koma fyrir varmadælum. Beinafundur af þessu tagi er ekki einsdæmi á Tjörnesi en þekkt er að við uppgröft hafi verið komið niður á gamla grafreiti.
Lesa meira
Fréttir
02.06.2021
Vinir mínir segja margir að ég sé klikkaður enda aukast sífellt öfgarnar í pottablómaáhugamáli mínu. Í dag á ég eina plöntu fyrir hverja viku ársins eða alls 52 og þeim á eflaust eftir að fjölga. Plönturnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Allt frá litlum kaktusum, hawaii rósum, stórum drekatrjám og eitt nýlegt ólívutré svo dæmi sé tekið.
Lesa meira
Fréttir
02.06.2021
Fyrr í vor sendi Siglfirðingurinn Sigurður Ægisson tillögu á skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem fól í sér að lausaganga katta yrði bönnuð í sveitarfélaginu. Erindið var samþykkt enda engin rök með því að einn hópur gæludýraeigenda sleppi við það að bera nokkra ábyrgð á sínu dýri á meðan aðrir þurfa að hafa sín dýr undir ströngu og stöðugu eftirliti. Þá rann kattareigendum kalt vatn milli skinns og hörunds enda sáu þeir fram á að þurfa að hugsa um dýrið sitt eins og aðrir dýraeigendur. Við tóku persónuárásir og svívirðingar á internetinu þar sem engu var til sparað.
Lesa meira
Fréttir
01.06.2021
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Í dag er alþjóðadagur foreldra. Hlutverkið er ærið en æ minni tími til að sinna því? Skólar, íþróttafélög og aðrir fagaðilar hafa tekið við hlutverki foreldra að einhverju leyti sem uppalendur. Foreldri þarf ekkert að læra til að vera heldur aðeins gera. Það segir í fyrra markmiði foreldrasáttmálans sem er víða í notkun: „Að vekja foreldra og forráðamenn til vitundar um mikilvægi þess að sýna börnum og unglingum umhyggju, virkan stuðning og setja þeim skýr mörk.‟
Lesa meira
Fréttir
31.05.2021
Ef einhvern tímann hefur verið gaman að vera frá Húsavík, þá er það sannarlega núna. Húsavík, My Hometown. Á innan við ári höfum við eignast hlutdeild í svolítið kjánalegri gamanmynd um "húsvíkinginn" Lars og draum hans um að sigra Eurovision söngvakeppnina. Lagið Húsavík var svo tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta frumsamda lagið með tilheyrandi fjaðrafoki og upptökum við Húsavíkurhöfn og nú síðast birtist stigakynnir okkar Íslendinga í Eurovision á skjám Evrópubúa með Húsavíkurkirkju í baksýn.
Lesa meira