Fréttir
19.05.2021
Árleg ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri fer fram rafrænt dagana 20.-21. maí 2021. Áhersla verður lögð á notendamiðaða velferðarþjónustu og sjónum beint að níu þemum
Lesa meira
Fréttir
17.05.2021
Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson er menntaður í alþjóðaviskiptum frá University of Denver og hefur verið búsettur í borginni undanfarin ár. Hann rekur námskeiðs- og ráðgjafafyrirtækið Unforgettable Performance í Denver ásamt því að vinna töluvert heima á Íslandi og starfar m.a. fyrir sum af stærstu fyrirtækjum í heimi á borð við Microsoft. Vikublaðið setti sig í samband við Sverri og ræddi við hann um lífið og tilveruna. „Stór hluti af mínu starfi er að fara inn í fyrirtækin og hjálpa þeim að breyta menningu og aðferðum til þess að ná betri árangri í mannlega þætti rekstursins,“ segir Sverrir sem kom fyrst til Denver árið 1992. „Í upphafi kom ég hingað til að læra ensku þar sem ég átti alltaf erfitt með hana í skólanum heima. Ég stefndi alltaf að því að fara í háskóla í Bandaríkjunum og varð því að ná góðum tökum á tungumálinu. Eftir nám kom ég heim til Íslands og starfaði þar sem stjórnandi í nokkrum fyrirtækjum þar til ég stofnaði mitt eigið námskeiðs- og ráðgjafafyrirtæki árið 2005. Ég hef verið í þeim bransa síðan og finnst ég vera í besta starfi í heimi,“ segir Sverrir.
Lesa meira
Fréttir
16.05.2021
Friðarlilja er gjarnan nefnd sem ein af þessum auðveldu pottablómum og því kjörin sem byrjendaplanta. Þrátt fyrir að vera auðveld í umhirðu þá þarf samt sem áður að hugsa vel um hana. Ef hana vanhagar um eitthvað þá lætur hún fljótt vita, t.d. ef hún verður þyrst þá fer hún í fýlu og laufin hanga niður á henni. Það er þó óþarfi að örvænta, hún er mjög fljót að taka gleði sína á ný þegar hún fær sopann. Bara muna að vökva alltaf með volgu og ekki meira í hvert sinn en sem nemur um fjórðungi af rúmmáli pottsins. Á sumrin nota ég daufa blöndu af Grænu þrumunni í 3.-4. hvert skipti.
Lesa meira
Fréttir
15.05.2021
Um helgina fara fram þrennir tónleikar á Norðurlandi með Kammerkór Norðurlands en þeir fyrstu fóru fram í gærkvöldi í Siglufjarðarkirkju
Lesa meira
Fréttir
14.05.2021
Völsungur varð Íslands-meistari í 1. deild kvenna í blaki í gær eftir öruggan sigur á FB á Siglufirði
Lesa meira
Fréttir
13.05.2021
Ýmis teikn eru á lofti um að viðspyrna ferðaþjónustunnar geti hafist fyrir alvöru um mitt sumar ef áætlanir um bólusetningar ganga eftir
Lesa meira
Fréttir
12.05.2021
Slökkvilið var kallað út á þriðja tímanum á Húsavík í dag þegar glussaslanga gaf sig í vörubíl í Þverholti með þeim afleiðingum að talsverður glussi lak á götuna.
Lesa meira
Fréttir
12.05.2021
Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og nú er komið að Brynhildi Bjarnadóttur dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að náttúruvísindum í víðum skilningi. Bæði hefur hún unnið að rannsóknum á skógarvistkerfum auk þess að vinna að rannsóknum sem snúa að því hvernig efla megi kennslu náttúruvísindagreina innan skólakerfisins. Brynhildur er fædd og uppalin á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1994. Þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk B.S. prófi í líffræði árið 1997. Árið 1999 lauk Brynhildur prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama háskóla. Brynhildur er með doktorspróf í skógvistfræði frá Háskólanum í Lundi. „Ég er svo heppinn að vera með nokkuð vítt rannsóknasvið og hef áhuga á öllu sem snýr að náttúru og umhverfi,“ segir Brynhildur. „Ég hef þó einkum fengist við rannsóknir á kolefnishringrásum skógarvistkerfa en það er fræðasvið sem ekki hefur verið mikið kannað hérlendis, enda Ísland ekki beinlínis þekkt sem mikið skógarland. Skógar eru hins vegar afar mikilvægir á heimsvísu við að vinna gegn loftslagbreytingum enda eru þeir mikilvirkustu lífverur jarðar í að fanga CO2 úr andrúmslofti. Þessar skógarrannsóknir mínar hafa sýnt mér að í skógrækt felast fjölmörg tækifæri til að græða upp landið okkar, binda kolefni og um leið búa til vistkerfi sem er sjálfbært og laðar að sér bæði dýr og menn.“
Lesa meira
Fréttir
12.05.2021
Sæþór Olgeirsson er peppaður fyrir átök sumarsins
Lesa meira
Fréttir
11.05.2021
Margt af því sem við gerum í lífinu er byggt á vana. Hversdagslegir hlutir eins og að bursta tennurnar eða fara í sokkana fyrst eða síðast.
Vanar og viðhorf sem við sköpum okkur meðvitað eða ómeðvitað. Að ógleymdum hlutum sem við venjum okkur á frá öðrum, t.d. foreldrum okkar eða systkinum. Já, þessi gerði þetta alltaf svona og þessvegna geri ég það. Eitthvað sem mér var kennt eða eitthvað sem ég horfði á einhvern gera síendurtekið.
Sagan af hangilærinu er líklega eitt þekktasta dæmið um vana byggðan á misskilningi. Kona ein skar hangilærið alltaf í tvo hluta áður en það fór í pottinn. Þeir sem horfðu á lærðu af og héldu áfram í sínum búskap. Þegar einhver spurði hvers vegna þyrfti að skera lærið í tvennt var fátt um svör, en þó hélt viðkomandi að það væri einfaldega betri eldunaraðferð, að sjóða tvo minni parta frekar en einn stóran.
Lesa meira