 
				
									Á morgun, fimmtudag kemur út ljóðabókin Meinvarp eftir séra Hildi Eir Bolldóttur, prest í Akureyrarkirkju.
Hildur hefur áður gefið út bókina Hugrekki – saga af kvíða sem kom út árið 2016 og ljóðabókina Líkn árið 2019. Sú fyrrnefnda var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2017.
„Hildi Eiri lætur einkar vel að fjalla um erfið mál. Að þessu sinni lýsir hún af einlægni, næmni og húmor glímu sinni við krabbamein og þeim tilfinningum sem fylgja átökunum: Sársauka og sorg en líka gleði, trú, von og sátt,“ segir í tilkynningu frá Vöku – Helgafelli, útgefanda bókarinnar.
Tungl í fyllingu
 eða sól sem sest við sjóndeildarhring
 eða skvapkennt andlit á sterum
  
 hvítur blettur á dökkskyggðri mynd
 eins og fugladrit á framrúðu bíls
 nýorpið mein í lifur
  
 Sena kynnir:
 Krabbamein með comeback