Uppsveifla í gangi og allir hafa næg verkefni

Í byrjun þessa árs var tekin fyrsta skóflustunga að nýju 700-800 manna hverfi sem hlotið hefur nafni…
Í byrjun þessa árs var tekin fyrsta skóflustunga að nýju 700-800 manna hverfi sem hlotið hefur nafnið Holtahverfi og verið er að skipuleggja annað nýtt hverfi, Móahverfi, þar sem verða hátt í 1.000 nýjar íbúðir. Gera má ráð fyrir að um 3.000 manns geti sest að í þessum tveimur nýju hverfum. Fasteignasali sem Vikublaðið talaði við segir að nóg hafi verið að gera á undanförnum mánuðum, eftirspurn eftir íbúðum hafi verið veruleg og verð íbúða hafi hækkað. Hann segist bjartsýnn á komandi ár, fyrstu vikurnar hafi farið vel af stað. Sömuleiðis hafi verið nokkuð um að fjárfestar hafi keypt fasteignir, sem undirstriki trú þeirra á vöxt bæjarins á næstu árum.

„Staðan er góð, almennt hafa allir næg verkefni núna og sjá sem betur fer vel fram í tímann sem er mikill kostur,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar um stöðu á byggingamarkaði á Akureyri. Mörg stór verkefni eru fram undan á næstu misserum og óvenjumikið byggt af íbúðum. Það gildir bæði um Akureyri og nágrannasveitarfélög.

Heimir Kristins

Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar. „Staðan er góð, almennt hafa allir næg verkefni núna og sjá sem betur fer vel fram í tímann sem er mikill kostur,“ segir hann um stöðu á byggingamarkaði á Akureyri.

 Alls var samþykkt 171 fullbúin íbúð á Akureyri á nýliðnu ári og voru íbúðir í bænum alls 8882 í lok ársins að því er fram kemur í gagnagrunni Hagstofu Íslands. Árið á undan voru samþykktar íbúðir 204 talsins. Íbúum bæjarins fjölgaði um ríflega 400 manns á liðnu ári. Heimir segir að Akureyrarbær hafi um skeið ekki haft nægar lóðir í boði, „en virðist nú vera að girða sig í brók,“ segir hann.

Tvö ný hverfi eru í burðarliðnum norðar Glerárár.  Holtahverfi þar sem til verður 7-800 manna hverfi austan Krossanesbrautar og verða fyrstu lóðir tilbúnir á komandi vori og þá verða hátt í 1.000 íbúðir í Móahverfi sem verið að skipuleggja norðarlega í bænum. „Það er ákveðin uppsveifla í gangi í bænum og mikið um að vera í byggingabransanum, íbúum fjölgar ekki bara á Akureyri heldur líka í nærsveitum, á Lónsbakka er mikið byggt, í Hrafnagilshverfinu og á Svalbarðströnd.“

Stór verkefni í farvatninu

Heimir segir að auk þess sé framkvæmdir af ýmsum toga í farvatni, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og yfir standi miklar framkvæmdir við Austurbrú við miðbæ Akureyrar og    „eins hafa verktakar verið að koma fram með róttækar hugmyndir um byggingu fjölbýlishúsa sem eru mjög áhugaverðar. „Það er ekkert atvinnuleysi hjá mínum félagsmönnum,“ segir hann, en innan þess eru smiðir, málara og pípulagningamenn. Hann segir að því miður komist færri en vilja til náms t.d. í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem einungis er pláss fyrir ákveðinn fjölda.

 „Þeir geta ekki tekið inn alla sem um sækja og það er miður. Tugir stráka hafa því miður þurft frá að hverfa. Sumir hafa lært í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra á Sauðárkróki, sótt um annað nám eða farið í vinnu og bíða eftir öðru tækifæri.“  Heimir segir forsvarsmenn VMA alla af vilja gerða til að koma til móts við aukinn áhuga á byggingagreinum og m.a. boðið upp á kvöldskóla sem stútfylltist á augabragði. 

/MÞÞ

smellið gif


Athugasemdir

Nýjast