Hilda Jana vill leiða Samfylkingu áfram

Hilda Jana Gísladóttir vill leiða lista Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Hilda Jana Gísladóttir vill leiða lista Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí.

Stillt verður upp á lista Samfylkingarinnar á Akureyri - Hilda Jana Gísladóttir vill leiða flokkinn áfram.  

Á almennum félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöldi var samþykkt samhljóða að skipa uppstillingarnefnd sem fer með það hlutverk að stilla upp lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Hilda Jana Gísladóttir tilkynnti á fundinum að hún vilji áfram leiða flokkinn á Akureyri.

Í uppstillingarnefnd voru kjörin þau Unnar Jónsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Arnar Þór Jóhannesson. Uppstillingarnefnd mun leggja fram tillögu sína á almennum félagsfundi þann 24. febrúar n.k.

Í tilkynningu frá stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri var greint frá því að fundurinn hafi verið vel sóttur og greina mátti spennu og eftirvæntingu fyrir kosningunum í vor.  

„Í almennum umræðum sem fram fóru í kjölfar ákvörðunar um uppstillingu listans kom fram mikil ánægja með störf bæjarfulltrúa og annarra kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar við krefjandi aðstæður á kjörtímabilinu sem senn rennur sitt skeið á enda,“ segir í tilkynningunni.


Nýjast