Framkvæmdin leysir á einu bretti allt pláss- og aðstöðuleysi félagsins

Þetta er virkilega flott og sniðug framkvæmd sem leysir nánast á einu bretti allt pláss- og aðstöðul…
Þetta er virkilega flott og sniðug framkvæmd sem leysir nánast á einu bretti allt pláss- og aðstöðuleysi sem við hjá Skautafélagi Akureyrar og gestir okkar hafa búið við,“ segir Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar. Til stendur að byggja inni við norðurenda hallarinnar húsnæði á þremur hæðum, 100 fermetrar hver hæð.

Langþráðar endurbætur fram undan í ár á Skautahöllinni

Framkvæmdin leysir á einu bretti allt pláss- og aðstöðuleysi félagsins

-Þriggja hæða 300 fermetra húsnæði byggt inni í norðurenda hallarinnar


„Þetta er mikið fagnaðarefni og við munum fá langþráða bót á aðstöðuleysi sem við höfum lengi búið við. Þetta er virkilega flott og sniðug framkvæmd sem leysir nánast á einu bretti allt pláss- og aðstöðuleysi sem við hjá Skautafélagi Akureyrar og gestir okkar hafa búið við,“ segir Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar.

Til stendur að hefja framkvæmdir við félags- og æfingaaðstöðu í norðurenda Skautahallarinnar í vor. Áætluð verklok verða á næsta ári, 2023. Þessar breytingar hafa lengi verið á teikniborðinu en ávallt verið slegnar út af því þar til nú. Tilboð í verkið verða opnuð síðar í þessum mánuði.

Jón Benedikt segir að um sé að ræða viðbót sem byggð verði inn í Skautahöllina, þannig að lofthæð hússins er nýtt og upphituð rými verði til á þremur hæðum. Skortur hafi verið á slíkum rýmum til þessa. Hver hæð verður um 100 fermetrar að stærð þannig að í allt verður bætt við um 300 fermetrum við það húsnæði sem fyrir er.

Betri veitinga- og félagsaðstaða

Á jarðhæð í anddyri hússins verður til hlýtt og notalegt rými þar sem kaffiterían er og kemur hún í stað plastbyggingar sem sett var upp á sínum tíma til bráðabirgða, en hefur staðið í áraraðir. Öllum gestum Skautahallarinnar mun standa til boða að nýta veitingaaðstöðuna, þar sem hægt verður að setjast niður og horfa yfir ísinn á meðan veitinga er notið.


 

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast