Engar sektir lagðar á strax

Þessi krumpaða bílastæðaklukka hefur nú þjónað hlutverki sínu og er á leið í enduvinnslu. Mynd/MÞÞ
Þessi krumpaða bílastæðaklukka hefur nú þjónað hlutverki sínu og er á leið í enduvinnslu. Mynd/MÞÞ

Unnið er að uppsetningu nýrra skilta og merkinga í miðbæ Akureyrar í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Skilti með upplýsingum um bílastæðaklukkur hafa hins vegar verið fjarlægð og er slíkt fyrirkomulag þar með ekki lengur í gildi. Þetta kemur fram ítilkynningu á vef Akureyrarbæjar. 

Undirbúningur rafrænna greiðslulausna er á lokametrunum og er fólk hvatt til að kynna sér þjónustu EasyPark og Parka sem bjóða upp á slík smáforrit (öpp) í snjallsíma.

Gjaldtakan verður auglýst á næstu dögum, þegar allar merkingar eru komnar á sinn stað og hægt verður að nota greiðsluöppin. Vakin er athygli á því að enn er ekki búið að virkja öppin fyrir gjaldskyld bílastæði á Akureyri. 

Eins og áður hefur komið fram verður fólki gefinn aðlögunartími og verða ekki lagðar á stöðumælasektir fyrr en allur búnaður er kominn í notkun, þar með taldir þrír stöðumælar (greiðslustaurar) sem eru væntanlegir í lok febrúar.


Nýjast