Ertu jólasveinn?

Sælla er að gefa en þyggja
Sælla er að gefa en þyggja

Hugleiðing um okkar eigið hugarfar í upphafi nýs árs

Ég fór með lítinn jólaglaðning til vinkonu minnar fyrir jólin og viðbrögðin hennar voru: ,,Nei, ertu jólasveinn?" Ég fór að hlæja og svaraði: ,,já, í dag”. Við höfum öll prófað að vera jólasveinninn á einn eða annan hátt með því að gefa gjafir en líka með því að eiga góðar stundir og gefa af okkur.  

Þegar þú horfir til baka, hvort hefur það verið skemmtilegra að vera jólasveinninn, gefa gjafirnar og góðu stundirnar, eða bíða eftir jólasveininum og að hann gefi þér gjafir? Það er staðreynd að öll höfum við þennan möguleika að gefa í stað þess að bíða eftir gjöfunum.  

Á einhvern undraverðan hátt þá líður tíminn hraðar þegar við erum að gefa í stað þess að bíða eftir að okkur verði gefið. Með öðrum orðum, þú getur valið að dansa við lífið eða þá að bíða eftir því að það bjóði þér upp í dans. Þá má velta fyrir sér hvort lífið dansi ekki meira við þá sem eru úti á dansgólfinu? 

Þannig er það líka með allan árangur og alla þína drauma, hvort sem þeir eru smáir eða stórir. Þeir treysta á að þú gerir eitthvað í málunum en bíðir ekki bara eftir jólasveininum. Hver eru þín markmið á árinu 2022?

Ef markmið þín eru meðal annars að tileinka þér frekara jafnvægi í lífi og starfi, efla samskiptafærni þína eða taka til í þinni eigin tímastjórnun, þá eru það nokkur af þeim fjölmörgu rafrænu og starfstengdu námskeiðum sem Fræðsla býður upp á.

Ég hvet þig til þess að taka frumkvæðið og kynna þér námskeið Fræðslu. 

Ekki bíða eftir jólasveininum, bjóddu lífinu upp í dans!

Megi árið 2022 verða þér afar farsælt.

Alda Sigurðardóttir, stofnandi Fræðslu  


Nýjast