Birkir Blær kominn áfram í 5 manna úrslit

Birkir Blær og Peter Jöback á sviðinu í gærkvöld. Mynd: TV4/skjáskot instagram
Birkir Blær og Peter Jöback á sviðinu í gærkvöld. Mynd: TV4/skjáskot instagram

Birkir Blær Óðinsson er kominn áfram í sænsku Idol söngkeppninni eftir flutning sinn á laginu It’s a Man’s Man’s Man’s World síðasta föstudag.

Tveir keppendur voru sendir heim í gærkvöld og eru því aðeins fimm eftir.

Í gærkvöld söng Birkir Blær lagið Falla Fritt með sæska tónlistarmanninum Peter Jöback og söng Birkir á sænsku. Hann fékk venju samkvæmt mikið lof frá dómurum keppninnar og spurði einn þeirra hvort hann væri hreinlega vélmenni, en hann skildi ekki hvernig Birkir fór að því að syngja svona vel á sænsku. 

Annar dómari sagði að flutningur þeirra Birkis og Jöback væri sá besti hingað til. Á föstudag kemur í ljós hvort Birkir verði kosinn áfram fyrir flutning sinn í gær.

Birkir Blær hefur fangað hug og hjörtu sænskra áhorfenda og margir spá honum alla leið í úrslit. Vamos á Ráðhústorgi sýnir beint frá keppninni á föstudagskvöldum.

Sjón er sögu ríkari:


Athugasemdir

Nýjast