Undanfarnar vikur hafa forsvarsmenn Framsýnar heimsótt björgunarsveitirnar á félagssvæðinu og afhent þeim örlítinn þakklætisvott frá félaginu fyrir þeirra mikla og góða framlag í þágu samfélagsins. Frá þessu er greint á vef Framsýnar en á síðasta aðalfundi Framsýnar var ákveðið að leggja tæpar tvær milljónir króna í það verkefni.
Á dögunum heimsóttu formaður og varaformaður Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir Hjálparsveit skáta í Aðaldal . Formaður hjálparsveitarinnar Jóhann Ágúst Sigmundsson, ásamt nokkrum meðlimum sveitarinnar veittu gjöfinni viðtöku og gáfu sér tíma til að fræða gestina um starfsemi hjálparsveitarinnar.
Sjá nánar á vef Framsýnar