Háskólinn á Akureyri hefur gert samning við Þórodd Bjarnason um að taka að sér stöðu rannsóknarprófessors í byggðafræði við HA frá 1. janúar 2022. Þá mun Þóroddur taka sér launalaust leyfi frá prófessorsstöðu sinni við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Samhliða rannsóknarprófessorsstöðunni mun Þóroddur einnig starfa sem prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Frá þessu er greint á vef skólans.
Rannsóknir Þórodds hafa í vaxandi mæli beinst að stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum, búferlaflutningum og svæðisbundinni þróun. Hann hefur meðal annars stýrt rannsóknarverkefnunum Samgöngur og byggðaþróun, Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla og Orsakir búferlaflutninga á Íslandi. Rannsóknir hans á því sviði hafa meðal annars birst í almennum íslenskum tímaritum á borð við Íslenska þjóðfélagið, Stjórnmál og stjórnsýslu og Tímarit um uppeldi og menntun og sérhæfðum alþjóðlegum tímaritum á borð við Journal of Transport Geography, Journal of Rural Studies og Sociologia Ruralis.
Meðal verkefna rannsóknaprófessors í byggðafræði má nefna:
Háskólinn á Akureyri mun útvega starfsaðstöðu vegna þessara verkefna eftir atvikum og þörfum hverju sinni.
Samningurinn gildir til 30. júní 2023 með möguleika á framlengingu að því loknu.