Brúnahlíðarhverfið það fallegasta í Eyjafjarðarsveit

Umhverfisverðlaun Eyajfjarðarsveitar 2021 voru veitt fyrir skemmstu. Það var Brúnahlíðarhverfið og k…
Umhverfisverðlaun Eyajfjarðarsveitar 2021 voru veitt fyrir skemmstu. Það var Brúnahlíðarhverfið og kúabúið Sandhólar sem hrepptu verðlaunin að þessu sinni. Mynd/esveit.is

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru veitt annað hvert ár fyrir íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. Það var Brúnahlíðarhverfið og kúabúið Sandhólar sem hrepptu verðlaunin að þessu sinni.

Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær og fallegur heildarsvipur. Brúnahlíðarhverfið fær verðlaun sem ein heild.

Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg. Falleg ásýnd að bænum og tækjum snyrtilega upp raðað. Almenn góð umgengni.


Athugasemdir

Nýjast