Fólk er almennt íhaldssamt og heldur í fastar hefðir

Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði- Norðlenska segir að verið sé að koma kjöti í versl…
Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði- Norðlenska segir að verið sé að koma kjöti í verslanir af fullum krafti en jólasalan hefst nú um þessi mánaðamót. en þar á bæ eru nú allt á fullu við að koma kjöti í verslanir.

„Sala á jólakjötinu í verslunum landsins er að hefjast af krafti um þessar mundir, það byrja margir að skoða og kaupa um mánaðamótin nóvember desember. Fólk er almennt íhaldsamt, sem betur fer og heldur í fastar hefðir,” segir Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði- Norðlenska en þar á bæ eru nú allt á fullu við að koma kjöti í verslanir.

Andrés segir að hangikjötið og svínahamborgarhryggurinn séu ávallt vinsælustu jólavörurnar ár eftir ár. Léttreykti lambahryggurnn nýtur alltaf mikilla vinsælda um hátíðarnar sem og krydduðu lambalærin. “Við reynum alltaf að bjóða upp á einhverjar nýjungar á hverju ári, hvort sem það eru nýjar fyllingar í lambakjöti, grafið lamb eða naut,segir hann og bætir við að tvíreykta hangikjötið tróni líka ofarlega á vinsældalista landsmanna, en mörgum þykir ómissandi að bjóða upp á slíkt á aðventu.

Stóru jólahlaðborðin falla víða niður vegna Covid

Sameining Kjarnafæðis Norðlenska var samþykkt í september síðastliðnum, um það leyti sem bæði fyrirtækin voru að hefja undirbúning og skipulag jólanna. “Árstíðin sem nú fer í hönd er stærsti sölutími ársins hvað umfang varðar, það er mikið um að vera og í mörg horn að líta þannig að þetta krefst allt saman mikils skipulags,” segir Andrés.

Hann nefnir að þeir óvissuþættir sem ríkt hafa undanfarið varðandi kórónuveiruna hafi að sjálfsögðu breytt sölunni mikið. Það á einkum við um stór jólahlaðborð sem falla niður í töluverðum mæli en í einhverjum tilvikum færast jólaboðin inn á heimilin og verða smærri í sniðum. “Það er nokkuð um það að fyrirtækin haldi jólahlaðborð einungis fyrir sitt starfsfólk og þá í sínum húsakynnum.”

Andrés nefnir að sameinað fyrirtæki bjóði nú upp á verulega fjölbreytt vöruframboð, enda mörg vörumerki á þess snærum, nefna megi jólakjöt frá KEA, kofareykt hangikjöt frá Kjarnafæði, hátíðarlamb frá Norðlenska, Húsavíkurkjöt og Goða hátíðarpaté. “Fyrirtækið leggur metnað sinn í að hafa neytandann alltaf í fyrsta sæti,” segir Andrés.

/MÞÞ

 


Nýjast