Safna fyrir litlu stúlkuna sem slasaðist í hoppukastalaslysinu

Mynd MÞÞ
Mynd MÞÞ

Syst­urn­ar Ásthild­ur og Auðbjörg Björns­dæt­ur stofnuðu ný­lega áheita- og styrkt­arsíðuna „Áfram Klara“ á Face­book en þar kemur fram að  hóp­ur ætt­ingja, vina og kunn­ingja styðja við fjöl­skyldu Klöru, stelpu sem slasaðist al­var­lega í hoppu­kastala­slysi á Ak­ur­eyri síðasta sum­ar. Klara sem nú er sjö ára er í stífri endurhæfingu vegna slyssins.

„Mamma hennar Klöru finnur að virk hreyfing kemur að góðu gagni á þessum tímum, og stefnir því á hálfan Landvætt á þessu ári. Í dag hafa 18 manns ákveðið að vinna þetta verkefni með móðurinni og klára hálfan, heilan eða ultra Landvætt árið 2022 eða hluta af þrautunum. Við gerum eins og hvert okkar getur, til að stuðnings Klöru og fjölskyldu,“ segir í færslu á Facebooksíðunni.

Hópurinn kemur til með að safna áheitum fyrir hverja þraut og mun sú fjárhæð sem safnast renna til Klöru og fjölskyldu - til að aðstoða við endurhæfingaferlið og það fjárhagstjón sem fjölskyldan hefur orðið fyrir.

Fyrirhugað er að fyrsti Ultra landvætturinn verði seinna í apríl á Akureyri. Ultra landvættur er heill landvættur á einum degi. Hann verður haldinn til styrktar Klöru.

„Á meðan við æfum fyrir þrautirnar þá er Klara í stífri endurhæfingu, þannig að það þýðir ekkert væl af okkar hálfu. Hugsum til Klöru og sendum henni og hennar fólki sterka strauma á meðan við æfum og undirbúum okkur fyrir þrautirnar. Við munum æfa og keppa undir hastaginu #áframKlara,“ segir í færslunni.

Styrktarreikningur Klöru
Kt 081114-2500
Banki 0123-15-043225

 


Athugasemdir

Nýjast