Unnið að því að ákveða framtíðarnot fasteignanna

Eik fasteignafélag á húseignir á Lónsbakka í Hörgársveit þar sem Húsasmiðjan og Blómaval hafa verið …
Eik fasteignafélag á húseignir á Lónsbakka í Hörgársveit þar sem Húsasmiðjan og Blómaval hafa verið starfandi um árabil, en eru senn á förum inn til Akureyrar. Mynd/ MÞÞ

Eik fasteignafélag á húsnæði á Lónsbakka í Hörgársveit, þar sem Húsasmiðjan, Blómaval og timbursala Húsasmiðjunnar hafa starfað mörg undanfarin ár.  Húsasmiðjan  er að byggja nýtt húsnæði undir reksturinn á Akureyri og má gera ráð fyrir að starfsemi verði flutt þangað síðar á árinu.

Eyjólfur Gunnarsson framkvæmdastjóri útleigusviðs Eikar fasteignafélags segir að húsnæðið á Lónsbakka sé ríflega 6.000 fermetrar að stærð. „Við erum að skoða ýmsa kosti og erum í samstarfi við aðila í þeim efnum. Eins og staðan er nú kemur til greina að selja þessar eignir eða leiga þær út,“ segir Eyjólfur. Ekkert væri enn fast í hendi. „Við erum að skoða ýmsar útfærslur og það kemur væntanlega í ljós síðar hvað verður.“

MÞÞ

 


Athugasemdir

Nýjast