Ríflega 1200 börn á aldrinum 5 til 11 ára bólusett á Akureyri

Börnin voru mjög dugleg og foreldrar greinilega búnir að undirbúa þau vel. Mynd MÞÞ
Börnin voru mjög dugleg og foreldrar greinilega búnir að undirbúa þau vel. Mynd MÞÞ

„Það gekk allt vonum framar, börnin voru mjög dugleg og foreldrar greinilega búnir að undirbúa börn sín vel,“ segir Ingibjörg Lára Símonardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára fóru fram á Slökkvistöðinni á Akureyri í gær og fyrradag og voru á þessum tveimur dögum alls 1217 börn bólusett sem er um 60% þátttaka en rétt um 2000 börn eru á þessum aldri á svæðinu.  

Ingibjörg Lára segir að um sé að ræða mikið samvinnuverkefni heilsugæslunnar, slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveitarinnar, en allir leggist á eitt til að útkoman verði sem best.

Hún segir að bólusetning barna verði boðnar á ný eftir þrjár viku, en þá fá börnin aðra sprautu. Á þeim tíma verður einnig í boði að fá fyrstu bólusetningu. „Hugsanlega verður í boði að fá bólusetningu eitthvað fyrr og geta þeir sem ekki gátu nýtt sér þessa bólusetningardaga í vikunni komi þá. En við munum þá auglýsa það á vef HSN,“ segir Ingibjörg Lára.


Athugasemdir

Nýjast