Með stækkun verður til nýtt og dýrmætt land í hjarta bæjarins

Nú í vikunni efndi Hafnasamlag Norðurlands í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkitektafélag Ísland til o…
Nú í vikunni efndi Hafnasamlag Norðurlands í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkitektafélag Ísland til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs og má finna öll samkeppnisgögn á vef félagsins.

Endurbygging Torfunefsbryggju hefur staðið til um skeið og hefur verið unnið að undirbúningi þess á vegum Hafnasamlags Norðurlands um skeið. Nú í vikunni auglýsti Hafnasamlag Norðurlands í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkitektafélag Ísland til hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs og má finna öll samkeppnisgögn á vef félagsins. Frestur til að skila inn hugmyndum lýkur 30. mars, en niðurstaðan verður kynnt 27. apríl næstkomandi.

Sigríður

Sigríður María Róbertsdóttir verkefnastjóri hjá Hafnasamlaginu segir að ásókn inn á þetta svæði hafi fari vaxandi, æ fleiri minni skemmtiferðaskip komi til Akureyrar og hafnsækin þjónusta hefur aukist mjög í bænum á liðnum árum.

Fyrirhugað er að reisa stálþilsbryggju töluvert utar en núverandi þil er, stækka uppland bryggjunnar og auka þannig nýtingarmöguleika svæðisins. „Með þessari fyrirhuguðu stækkun hafnarmannvirkja verður til land á mjög dýrmætum stað í bænum og það opnar svo sannarlega ýmsa möguleika sem geta orðið mikið aðdráttarafl fyrir íbúa, nærsveitarmenn og  ferðamenn,“ segir hún, en svæðið sem um ræða er um 0,9 hektarar og er austan Glerárgötu.

Lágreist og lifandi hafnarhverfi

Sigríður María segir meginmarkmið verkefnisins að byggja upp lágreist og lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi, hjarta Akureyrar. „Í húsnæði sem byggt verður upp á svæðinu verður fjölbreyttur rekstur og starfsemi, ferðaþjónusta, veitingarekstur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur eða skrifstofurými svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún.

Undanfarin ár hefur hvalaskoðunarfyrirtæki haft aðstöðu innan svæðisins og er gert ráð fyrir að hvalaskoðunarbátar og önnur hafnsækin ferðaþjónusta nýti Torfunefið áfram. „Sú þjónusta passar sérlega vel með þeirri uppbyggingu sem fram undan er á svæðinu og mun án efa auka upplifun gesta.“

Torfunef

Með fyrirhugaðri stækkun hafnarmannvirkja við Torfunef verður til land á dýrmætum stað á Akureyri sem opnar margvíslega möguleika og eykur aðdráttarafl svæðisins.

Uppfylling við höfnina er þegar hafin, en stefnt er að því að reka nýtt þil niður við Torfunefsbryggju næsta haust. Vorið 2023 er svo ráðgert að steypa kantinn og að því loknu verður þekjan gerð klár. „Í lok næsta árs eða byrjun árs 2024 verður komið að uppbyggingu á nýju hafnarhverfi,“ segir Sigríður María.

/MÞÞ


Athugasemdir

Nýjast