Fréttir

Potterdagurinn mikli á Amtsbókasafninu

Góðvinur barna, bókasafna (já og margra fullorðinna) sjálfur Harry Potter, á afmæli á laugardag 31. júlí. Líkt og hefð er orðin mun Amtsbókasafnið á Akureyri fagna deginum með pompi og prakt, föstudaginn 30. júlí. Potterdagurinn mikli var fyrst haldinn hátíðlegur á Amtsbókasafninu 2017 og hátt í 1000 manns hafa sótt viðburðinn ár hvert.
Lesa meira

Brú yfir Fremri-Lambá smíðuð á mettíma

Einn þeirra viðburða sem ekki var aflýst um komandi verslunarmannahelgi er fjallahlaupið Súlur Vertical en það verður haldið á laugardag. Fyrsta hlaupið var árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar en UFA Eyrarskokk tók við keflinu ári síðar. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári og svo er einnig nú í ár þegar við bætist ný og krefjandi hlaupaleið.
Lesa meira

Nóg um að vera á Míni Einni með öllu á Akureyri

Þrátt fyrir að stórviðburðum á fjölskylduhátíðinni Ein með Öllu hafi verið aflýst þá munu margir skemmtilegir minni viðburðir vera á Akureyri um Verslunarmannahelgina og rúmast þeir innan þeirra sóttvarnarreglna sem nú eru í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinum Akureyrar.
Lesa meira

Bólusetningar hjá barnshafandi konum á Norðurlandi

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni í þessari eða næstu viku. Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN
Lesa meira

Meðalhitinn 15 stig á Akureyri í júlímánuði

Meðalhiti á Akureyri fyrstu 25 daga júlímánaðar er 15,0 stig og sömuleiðis 15,0 stig síðustu 30 daga. Hæsta júlítala á Akureyri hingað til er 13,3 stig, frá hinu sérlega óvenjulega sumri 1933.
Lesa meira

Hertar sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum

Hertar samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sem tóku gildi um helgina hafa mikil áhrif á starfsemi tjaldsvæða bæjarins og getu þeirra til að taka á móti gestum.
Lesa meira

Vonum enn að ekki fari allt á versta veg

-Segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyfjarðar
Lesa meira

Kona á níræðisaldri beitir sér fyrir byggingu blokkar fyrir eldri borgara

„Ég trúi því aldrei að Akureyrarbær hafni 80 öldruðum einstaklingum um lóð“ - segir Ásdís Árnadóttir
Lesa meira

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á kvöldskóla í húsasmíði næsta vetur: Öll plássin fylltust á augabragði

„Mikil ásælni í verk- og iðnnám af öllu tagi er ekki ný af nálinni fyrir okkur,“ segir Baldvin Ringsted sviðsstjóri verk – og fjarnáms hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nú verður í fyrsta sinn boðið upp á kvöldskóla í húsasmíði og skemmst frá því að segja að færri komust að en vildu. Laus pláss voru 12 talsins er 44 sóttu um. „Það er mikill áhugi fyrir þessu námi úti í samfélaginu, en það fá því miður ekki allir inn sem vilja.“
Lesa meira

Hátæknifiskvinnsluhús Samherja á Dalvík: Hafa aldrei framleitt úr meira hráefni

Metframleiðsla upp á 16.500 tonn. Sumarleyfi taka við. Kórónuveira setti mark sitt á markaðinn en þó tókst að selja allar afurðir.
Lesa meira

Ein með litlu sem engu í ár

Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi og þeirra ráðstafana sem ríkisstjórnin hyggst grípa til hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu" á Akureyri verið aflýst en fáeinir smærri viðburðir verða leyfðir með fjöldatakmörkunum og stífum sóttvarnareglum. Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram enda brjóti það ekki í bága við þær fjöldatakmarkanir eða nándarreglur sem ríkisstjórnin hefur sett en ýmsir smærri hliðarviðburðir sem voru á dagskrá falla niður.
Lesa meira

Sumarfrí

Í dag er fyrsti dagur í sumarfríi. Sumarfrí, þetta orð er eins og tónlist í eyrum mínum.
Lesa meira

Hlöðuballi Grana aflýst

Hlöðuballi sem fara átti fram í kvöld í tengslum við Mærudaga á Húsavík hefur verið aflýst. Það er Hestamannafélagið Grani sem hefur staðið fyrir hlöðuballinu undan farin ár.
Lesa meira

Setja upp vinnslubúnað í Oddeyrina EA

„Það hefur mikið verið að gera hjá okkur síðustu vikur og verkefnastaðan síðsumars og fram eftir hausti er ágæt. Við höfum þó svigrúm til að bæta við okkur verkefnum,“ segir Magnús Blöndal Gunnarsson markaðsstjóri hjá Slippnum Akureyri.
Lesa meira

Gengu á höndum niður kirkjutröppurnar til styrktar Píeta samtökunum

Rétt í þessu stóðu Nonni og strákarnir í hópfimleikalandsliðinu fyrir frábæru framtaki sem fólst í því að labba á höndum niður kirkjutröppurnar á Akureyri til styrktar Píeta samtökunum. PÍeta samtökin opnuðu nýverið starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Nú er Vikublaðið komið út - Brakandi ferskt

Í sól og sumaryl við lesum Vikublað.
Lesa meira

Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 24. júlí kl. 15 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Þetta er 19. einkasýning Ragnars og að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk og vatnslitamyndir.
Lesa meira

Vilja byggja upp gagnaver á Bakka

GreenBlocks ehf. hefur óskað eftir tímabundnum afnotum lóðar Tröllabakka 1 (F1) á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Lesa meira

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undirritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum hinn 12. apríl síðastliðinn og síðan hafa stjórnir og stjórnendur félaganna ásamt ráðgjöfum unnið að því hörðum höndum að uppfylla skilyrðin til að fá heimild til að framkvæma samrunann. Nú hafa þau skilyrði verið uppfyllt og geta samrunafélögin því hafið sameiningarferlið. Þetta kemur fram ítilkynningu á vef félaganna.
Lesa meira

Mærudagar að bresta á

Mærudagar, bæjarhátíð Húsavíkinga fer fram um helgina og stefnir í mikla gleði. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki síst yngsta kynslóðin.
Lesa meira

Engin umræða um Wathnehús

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tekið neina umræðu um framtíð Wathnehússins sem stendur við Iðnaðarsafnið á Akureyri við Krókeyri
Lesa meira

Tillögurnar fjórar um viðbyggingu og endurbætur á Ráðhúsi Akureyrar

Hönnunarsamkeppni, að undangengnu forvali, um viðbyggingu við Ráðhús Akureyrarbæjar og endurbætur á núverandi húsnæði og lóð var haldin vorið 2021. Samkeppnin var auglýst í byrjun árs 2021, skil á tillögum var til 24. júní 2021. Niðurstaða dómnefndar var kynnt 13. júlí 2021.
Lesa meira

„Eins og rósirnar séu farnar að springa út“

Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum. Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira

Skapandi krakkar á Norðurlandi

Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Wathnehúsið bíður þess að óbreyttu að grotna niður

„Það yrði til mikilla bóta ef við gætum komið húsinu niður á grunn. Í framhaldinu mætti vinna að endurbótum á því í rólegheitum og eftir því sem fjárráð leyfa,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Wathnehúsið svonefnda hefur staðið við Iðnaðarsafnið í nær tvo áratugi án sökkuls, hita og rafmagns. Þess bíður að óbreyttu ekki annað en grotna niður.
Lesa meira

Viðtal: Óvissa um þjónustuna hefur aukist og starfsöryggi minnkað

„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor. Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira

Veita ekki frekari upplýsingar að svo stöddu vegna slyssins í hoppukastalanum

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn á slysi sem varð í hoppukastala við Skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí sé í fullum gangi og að málið sé yfirgripsmikið
Lesa meira