Fréttir

Kastljósið þurfi stöðugt að vera á réttindi barna

Vinna er að hefjast við endurnýjun á viðurkenningu Akureyrarbæjar sem barnvæns sveitarfélags. Akureyrarbær fékk slíka viðurkenningu frá UNICEF í maí 2020, fyrst íslenskra sveitarfélaga, og gildir hún í þrjú ár

Lesa meira

Akstur strætisvagna í Hagahverfi hefst í vor

Verið er að útfæra leiðakerfið

Lesa meira

Mikil ánægja með alþjóðlegt skíðagöngumót í Hlíðarfjalli

Margt af öflugasta skíðagöngufólki Norðurlanda var mætt til keppni um helgina í Hlíðarfjalli á  alþjóðlega skíðamótinu Scandinavian Cup.

Lesa meira

Engin sé ósnortin yfir daglegum fréttum af hörmungum í Úkraínu

Organistar taka sig saman og halda styrktartónleika í Akureyrarkirkju

Lesa meira

Í fylgd með fullorðnum fékk frábærar viðtökur

Erum í skýjunum: -segir Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir

Lesa meira

Nýtt félag byrjar með tvær hendur tómar en bjartsýni að vopni

mth@vikubladid.is

 „Þessi ákvörðun markar nýtt upphafi fyrir kraftlyftingar á Akureyri, þetta er spennandi áskorun og ég lít bjartsýnn til framtíðar,“ segir Alex Cambray Orrason sem hefur tekið að sér formennsku í nýrri lyftingadeild sem stofnuð verður undir merkjum KA. Félagsfundur KA samþykkti einróma að stofna lyftingadeild, en að líkindum mun deildin ekki fá inni á KA svæðinu fyrr en að tveimur árum liðnum þegar uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu verður lokið. Nýja félagið byrjar svo sannarlega með tvær hendur tómar, hefur sem stendur hvorki húsnæði til að æfa í né heldur æfingabúnað. „Stærstu verkefnin fram undan eru að leysa þau mál.“

Alex segir að nú verði unnið að því hörðum höndum að endurreisa kraft-  og ólympískar lyftingar á Akureyri og þess ekki langt að bíða að hægt verið að keppa undir merkjum Akureyrar á ný.  „Undanfarin tvö ár hafa verið mjög strembin, ekkert kraftlyftingafélag fyrir hendi hér í bænum og ég til að mynda fór að keppa fyrir Ármann í Reykjavík,“ segir hann.

Kraftlyftingafélag Akureyrar var stofnað árið 1975.  Fyrrverandi formaður þess flutti, að sögn Alexs upp á sitt einsdæmi allan búnað félagsins út á Hjalteyri og kom sér fyrir í fasteign sem einkahlutafélag í hans eigu leigir. Hann segir að engar formlegar ákvarðanir um flutning KFA milli sveitafélaga hafi verið teknar á félags- eða stjórnarfundum eða með samþykkt félagsmanna. Þrátt fyrir mótmæli hafi orðið að þessum flutningi.

ÍBA á æfingabúnaðinn

„Félagið og félagsmenn þess eiga búnaðinn, það kemur skýrt fram í ársreikningum félagsins fyrir flutninginn. Það er óumdeilt samkvæmt lögum félagsins og kemur einnig fram í lögum ÍBA að komi til þess að félaginu verði slitið eða það flytji starfsemi sína úr bæjarfélaginu eigi ÍBA búnaðinn og beri að koma honum í not hjá öðrum félögum innan bandalagsins,“ segir Alex. Hann bendir á að á svipuðum tíma og unnið var að flutningi KFA út á Hjalteyri hafi ýmislegt misjafnt komið upp varðandi starfsemi félagsins, sem félagsmönnum hafi verið ókunnugt um. „Það vöknuðu margar spurningar en fátt var um svör, það bárust bara skriflegar og munnlegar hótanir sem á endanum varð til þess að loka á allt samstarf.“


 

Lesa meira

Allt að gerast!

Akureyri er í stórkostlegu sóknarfæri, nú hafa framsæknir aðilar stofnað flugfélag á Akureyri sem hyggur á reglubundið millilandaflug um Akureyrarflugvöll en með því myndast svo sannarlega önnur gátt inn í landið.

Lesa meira

Niceair styrkir sig

Helgi Eysteinsson hefur gengið til liðs við Niceair og er ætlað að stýra uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins.

 Helgi  hefur komið víða við í íslenskri ferðaþjónustu.  Hann var framkvæmdastjóri Iceland Travel og VITA, dótturfélaga Icelandair Group á árunum 2008-2013 og hefur á undangengnum árum starfað á Íslensku auglýsingastofunni þar sem hann vann að ráðgjöf, uppbyggingu vörumerkja og markaðsfærslu fyrir mörg af sterkustu vörumerkjunum í íslenskri ferðaþjónustu. Auk þess hefur Helgi ­­­verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjölmörgum ferðatengdum verkefnum.

 “Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu og heillaðist strax af kraftinum og frumkvöðlaandanum sem ég fann hjá stofnendum félagsins.  Undirbúningur starfseminnar er vandaður og hluthafahópurinn er breiður og traustur.  Það verður virkilega gaman að hefjast handa við að kynna starfsemina og vörumerkið fyrir viðskiptavinum á markaðssvæði félagsins á norður- og austurlandi og ekki síður að fá tækifæri til að kynna umheiminn fyrir þessari aðgengilegu gátt að töfrandi perlum norðurlands og þjónustu þeirra fjölmörgu öflugu ferðaþjónustuaðila sem þar starfa.“ segir Helgi.

Lesa meira

Ný verslun Húsasmiðjunnar opnar í dag á Akureyri

Í dag opna Húsamiðjan, Blómaval og Ískraft nýja verslun og þjónustumiðstöð á Akureyri við Freyjunes og mun starfsemi fyrirtækisins flytjast frá Lónsbakka og Hjalteyrargötu þar sem fyrirtækið hefur verið með starfsemi um árabil. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Lesa meira

Vísitasíur tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna

Lesa meira

Borgin við heimskautsbaug!

Þannig gæti eitt af slagorðum ferðabæklinga framtíðarinnar, þar sem Akureyri er kynnt fyrir væntanlegum ferðamönnum, hljómað.

Lesa meira

Aukinn trjágróður á svæði sem voru óvarin fyrir norðlægum vindáttum

Deiliskipulag af nýju Móahverfi samþykkt

Lesa meira

Opið bréf til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar

Samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 24. febrúar síðastliðnum er nú búið að fela skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaðar framkvæmdir SS Byggis við Tónatröð. Margar áleitnar spurningar hafa vaknað í tengslum við afgreiðsluferlið sem ég tel mikilvægt að fá svör við áður en haldið er af stað í þá vegferð að kollvarpa forsendum og markmiðum aðalskipulags til að koma til móts við óskir verktakans. Þeim spurningum er hér með beint til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar og vænti ég þess að fá við þeim efnisleg svör.

Lesa meira

G.V. með læsta boð í vegagerðina

Eyjafjarðarbraut vestari færð niður að árbakka

Lesa meira

Ódýrara og betra fyrir umhverfið

iður í því markmiði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN að draga úr losun gróðurhúslofttegunda er að horfa til grænna skrefa við val á bílaleigubílum

Lesa meira

Áform um stórþaravinnslu kynnt fyrir íbúum Húsavíkur

Fyrr í dag fór fram íbúafundur á Húsavík þar sem fulltrúar frá Íslenskum verðbréfum hf. og Íslandsþara ehf. kynntu fyrir íbúum Norðurþings hugmyndir og möguleika í nýsköpun á svæðinu.

Lesa meira

Þyrla sótti skíðamann

Lesa meira

Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Staðan í orkumálum er alvarleg, ný útgefin grænbók – stöðuskýrsla áskorana í orkumálum staðfestir það. Áframhaldandi orkuskortur er fram undan og þá eru til staðar flutningstakmarkanir á milli landsvæða, það á tímum þegar græn orka hefur aldrei verið mikilvægari.

Lesa meira

Vaya Con Dios heiðruð á Græna hattinum

Á morgun, fimmtudaginn 17.mars kl. 21:00 verða haldnir tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Vaya Con Dios. Guðrún Harpa Örvarsdóttir ætlar að feta í fótspor söngkonunnar Dani Klein og er hún ásamt hljómsveit að fara flytja lög með þessari frábæru hljómsveit Belga í fjórða sinn á Græna hattinum á Akureyri

Lesa meira

Virkja náttúruna og tilviljunina í leit að jafnvægi og spennu

Um síðustu helgi fór fram fyrsta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda en þar er börnum á grunnskólaaldri gefinn kostur á að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri og vinna með skapandi listamönnum og hönnuðum

Lesa meira

Eyjaskeggjar undirbúa sig fyrir komur skemmtiferðaskipa

Um helgina var haldin vinnustofa í Hrísey um ýmsa möguleika sem felast í auknum komum skemmtiferðaskipa til eyjunnar. Til stendur að halda sambærilega málstofu í Grímsey innan tíðar en einnig hefur færst í aukana að skemmtiferðaskip leggi leið sína þangað.

Lesa meira

Stuðningur við úkraínsku þjóðina

Á fundi sem haldinn var mánudaginn 7. mars síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps stuðning til hjálparsamtaka vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu um leið og sveitarstjórn fordæmdi harðlega innrás í Úkraínu. Bókun sveitarstjórnar má lesa hér:

Lesa meira

Fyrsta listiskipið á þessu ári væntanlegt á morgun

Listiskipið Borealis leggst að Oddeyrarbryggju í fyrramálið og má segja að koma skipsins marki upphaf ferðamennsku á sjó hér norðan heiða þetta árið.  Skipið sem er tæp 62.000 tonn að stærð kemur  að sögn Péturs Ólafssonar hafarstjóra með u.þ.b. 700 farþega.

 

Lesa meira

Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft opna nýja verslun á Akureyri

Lesa meira

Völsungar munu leika á PCC-vellinum næstu árin

Íþróttafélagið Völsungur og PCC BakkiSilicon hafa undirritað tímamóta samstarfssamning til næstu tveggja ára

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri léttir á grímuskyldu

Þrettán eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19. Átta á lyflækningadeild, þrír á skurðlækningadeild og tveir á gjörgæsludeild, hvorugur í öndunarvél.

Lesa meira

Tvískiptur göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í burðarliðnum

Akureyrarbær er í samvinnu við Vegagerðina að undirbúa lagningu nýs göngu- og hjólastígs meðfram norðanverðum Leiruvegi, frá Drottningarbraut og austur að Leirubrú. Stefnt er að því að hafa stíginn tvískiptan, þannig að hjólandi og gangandi verða á sitt hvorum stígnum.

Lesa meira