Tæp 400 þúsund söfnuðust á Úkraínudegi Grenivíkurskóla

Nemendur og starfsfólk Grenivíkurskóla stóðu fyrir sérstökum Úkraínudegi rétt fyrir skólalok sem þót…
Nemendur og starfsfólk Grenivíkurskóla stóðu fyrir sérstökum Úkraínudegi rétt fyrir skólalok sem þótti virkilega vel heppnaður. Myndir/aðsendar

Nemendur og starfsfólk Grenivíkurskóla stóðu fyrir sérstökum Úkraínudegi rétt fyrir skólalok sem þótti virkilega vel heppnaður. Verkefni nemenda um Úkraínu voru til sýnis, flutt var tónlistaratriði, og þá var fjöldi fjáröflunarverkefna í gangi; happdrætti, tombóla, fata- og munamarkaður, veitingasala og fleira.

Úkraínudagur

 

Fjölmargir gestir mættu og styrktu gott málefni og ekki má gleyma þætti þeirra fjölmörgu styrktaraðila sem lögðu til happdrættisvinninga, mat og drykki fyrir veitingasöluna og fleira.

Samtals söfnuðust tæplega 400.000 krónur sem renna í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu. Vel heppnað verkefni sem kveikti umræður og vakti samkennd. Eiga nemendur og starfsfólk, ásamt aðstandendum og styrktaraðilum hrós skilið fyrir þeirra framlag!

úkraínudagur 2


Athugasemdir

Nýjast