Menningarmiðstöð Þingeyinga býður flóttafólki á söfn sín

Brynja Rún Benediktsdóttir, starfsmaður Rauða Krossins í Þingeyjarsýslum tekur við ársmiðum frá Sigr…
Brynja Rún Benediktsdóttir, starfsmaður Rauða Krossins í Þingeyjarsýslum tekur við ársmiðum frá Sigríði Örvarsdóttur, forstöðumanni MMÞ.

Menningarmiðstöð Þingeyinga gefur ársmiða á öll sín söfn í Þingeyjarsýslum til flóttafólks á svæðinu.

Brynja Rún Benediktsdóttir, starfsmaður Rauða Krossins í Þingeyjarsýslum, tók í dag við aðgöngumiðum sem gilda á öll söfn Menningarmiðstöðvarinnar næsta árið og eru ætlaðir flóttafólki frá ýmsum löndum.

Sigríður Örvarsdóttir, forstöðumaður MMÞ, afhenti miðana fyrir hönd stofnunarinnar.


Athugasemdir

Nýjast