Brunavarnaráætlun samþykkt í Grýtubakkahreppi

Ljósmynd: Slökkvilið Grýtubakkahrepps/Facebook
Ljósmynd: Slökkvilið Grýtubakkahrepps/Facebook

mth@vikubladid.is

Brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Grýtubakkahrepps hefur verið samþykkt og undirrituð af forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsstjóra og sveitarstjóra í Grýtubakkahreppi.

HMS hefur á liðnum mánuðum unnið markvisst að því að styðja slökkviliðin í landinu við gerð brunavarnaráætlana, rúmlega helmingur allra slökkviliða í landinu er með gilda slíka áætlun eða 18 af 32 slökkviliðum landsins.

Marmið brunavarnaráætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin samkvæmt lögum. Brunavarnaráætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliða fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum þess að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.


Athugasemdir

Nýjast