Kóvid sýnatökur nú á svæði Slökkvistöðvar

Sýnatökur vegna kóvid 19 á Akureyri hafa verið fluttar á svæði við Slökkvistöðina á Akureyri, við Árstíg 2. Þar hefur verið komið fyrir gámi með bílalúgu og munu sýnatökur framvegis fra þar fram. Opið er frá kl. 9 til 10 á morgnana. Sýnatöku þarf að panta fyrirfram á heilsuveru eða í síma á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.

HSN býður nú einnig þeim sem orðnir eru 80 ára og eldri að koma og fá fjórða skammt af bóluefni vegna kórónuveirunnar og eru þær í boði á öllum heilsugæslustöðvum HSN á Norðurlandi.

Að lágmarki þurfa fjórir mánuðir að vera liðnir frá þriðja skammti bóluefnis og skiptir ekki máli hvort viðkomandi hafi smitast af kóvid eða hvenær. Bóka þarf tíma í bólusetninguna. Hún er einnig í boði fyrir þá alla 5 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningu.


Athugasemdir

Nýjast