Blood Harmony á Sumartónleikum

Blood Harmony kemur fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 17.

Systkinin Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn hafa bæði starfað í tónlist um langt skeið og höfðu oft rætt um að gera plötu saman, sem varð að veruleika þegar Covid skall á og í kjölfar þess voru þau bæði flutt norður í heimahagana.

 Þau umbreyttu kjallaranum á æskuheimilinu Tjörn í Svarfaðardal  í upptökustúdíó og hófu að taka upp lög sem þau höfðu bæði samið en ekki fundið farveg fyrir, fyrr en nú. Þau fengu systur sína, Björk Eldjárn, til að slást í hópinn og þar með var samhljómurinn fullkomnaður.

Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar, Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Tónlistarsjóði, Héraðssjóði og Listasumri. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið við frjálsum framlögum.


Athugasemdir

Nýjast