atNorth óskar eftir annarri lóð við Hlíðarfjallsveg

Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á
Akureyri, u…
Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl, um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Mynd/MÞÞ

mth@vikubladid.is

Félagið atNorth sem áformar að reisa gagnaver á lóð við Hlíðarfjallsveg hefur óskað eftir því að fá fá úthlutað eða að öðrum kosti frátekna lóðina við Hlíðarfjallsveg 5B, sem liggur til austur frá núverandi lóð, „enda er það mikilvægt fyrir félagið að hafa tryggt framtíðarsvæði til uppbyggingar gangi öll áform eftir,“ eins og segir í beiðni fyrirtækisins til bæjarráðs Akureyrar. Þeirri beiðni vísaði bæjarráð til skipulagsráðs.

Fyrirtækið óskað einnig eftir því við bæjarráð að skipta greiðslu gatnagerðargjalda af athafnalóð við Hlíðarfjallsveg, sem félagið hefur þegar fengið úthlutað til að reisa á gagnaver.

Félagið óskaði eftir að fá að greiða gjöldin eftir því sem verkinu fram vindur og þá til samræmis við þá áfangaskiptingu sem það sér fram á að vinna eftir. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin skiptist í þrjá áfanga og að svæðið verði fullbyggt á næstu 6 árum. Óskað var eftir því að hver áfangi komi til gjalda við samþykkt byggingarleyfis og að greiðslum yrði dreift til næstu 12 mánaða þar á eftir. Bæjaráð hafnaði þeirri beiðni.


Athugasemdir

Nýjast