Kostnaður nemur um 900 milljónum og skiptist á þrjú ár

Á meðan á framkvæmdum við gagngerar endurbætur, viðbyggingu og lóðaframkvæmdir við A álmu Glerárskól…
Á meðan á framkvæmdum við gagngerar endurbætur, viðbyggingu og lóðaframkvæmdir við A álmu Glerárskóla standa yfir verður nemendur á unglingastigi kennt í Rósenborg, eða næstu tvo vetur. Unnið var við flutning úr Glerárskóla í Rósenborg í liðinni viku.

mth@vikubladid.is

Tilboði frá fyrirtækinu Tréverk ehf í endurbætur á A-álmu og viðbyggingu við Glerárskóla á Akureyri hefur verið tekið. Tvö tilboð bárust og var tilboð Tréverk lægra, hljóðaði upp á ríflega 757 milljónir króna. Hitt tilboðið var frá ÁK smíði og var upp á tæpar 914, 4 milljónir króna. Heildarkostnaður við verkið er  áætlaður rétt ríflega  900 milljónir króna og skiptist hann á þrjú ár.

Verkið felur í sér að rif og heildarendurbætur á A álmunni, viðbyggingu á milli A og C álum og uppbyggingu og frágang á innigörðum. Áður hafa B og D álmur sem hýsa kennslustofur verið endurnýjaðar.

Verkefnið er umfangsmikið, en um er að ræða heildaendurnýjun bæði utan og innahúss í álmunni, þar á meðal þaki og þakrými og eins tekur það til frágangs lóðar. Endurbætur verða gerða á húsnæði sem er umum 1.450 fermetrar að stærð þar af verður nýbygging um 160 fermetrar en lóðin er um 600 fermetrar.

Tilboð við fyrra útboði langt yfir kostnaðaráætlun

Framkvæmdir við A álmu Glerárskóla voru fyrst boðnar út í maí 2021 og barst eitt tilboð í verkið, frá Hyrnu og nam upphæð þess um 932 milljónum króna. Kostnaðaráætlun við opnun var um 624 milljónir króna og tilboðið því nær 50% yfir áætlun. Tilboðinu var ekki tekið og ákveðið var að bjóða verkið út aftur. Líklegast var talið að mikil eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna og hækkun á byggingamarkaði hafi skýrt hversu hátt yfir kostnaðaráætlun verkið fór.

Skipting á framkvæmdafé eru áætluð þannig að 150 milljónum króna verður varið til verksins í ár, 550 milljónum árið 2023 og 200 milljónum króna árið 2024.

 


Athugasemdir

Nýjast