Miklar annir í sjúkraflugi í júli.

Mikið að gera i sjúkraflugi í liðnum mánuði
Mikið að gera i sjúkraflugi í liðnum mánuði

Júli var sérstaklega annasamur  hjá sjúkraflugi Mýflugs, Slökkviliðs Akureyrar og SAk.  Farnar voru 120 ferðir með 128 sjúklinga í nýliðnum mánuði sem er metfjöldi ferða samkvæmt upplysingum frá Slökkviliði Akureyrar. 

Til samanburðar má geta þess meðaltals fjöldi ferða i fyrra voru 67 á mánuði.  Aukningin í ár er því veruleg.    Alls hafa verið farin 537 sjúkraflug  það sem af er ári en á sama tíma í fyrra hafði verið flogið 483 sinnum.

Einn eða fleiri sjúkraflutningsmenn fara frá Slökkviliði Akureyar i hvert flug ásamt því sem  læknir  frá SAk fer  með i alvarlegi tilfellum.  Lang oftast er flogið milli Akureyrar og Reykjavikur þó auðvitað sé staðsetningu tilfella út um allt land.

 


Athugasemdir

Nýjast