Óvissustigi aflétt á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Ákveðið hefur verið að aflétta óvissustigi á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sak.

Í tilkynningunni segir að ennþá séu legudeildir þéttsetnar og ekki er fullmannað í allar stöður en unnið sé að því að leysa úr því og einnig hafi starfsfólk lagt á sig umtalsverða aukavinnu svo tryggja megi þjónustu við skjólstæðinga SAk.

Sneiðmyndatæki er komið í lag þannig að ekki verða truflanir á eða tafir á greiningu í tilfellum þar sem notkun þess skiptir höfuðmáli.


Athugasemdir

Nýjast