Umferð um Vaðlaheiðagöng í júlí var um 10% minni en í fyrra

Umferð um göngin í liðinni viku, þar sem verslunarmannahelgi er innifalin var um 1% minni en var í v…
Umferð um göngin í liðinni viku, þar sem verslunarmannahelgi er innifalin var um 1% minni en var í vikunni á undan. Aftur á móti var met slegið i umferðinni um göngin í vikunni þar á undan. Mynd á facebooksíðu Vaðlaheiðaganga.

Umferð um Vaðlaheiðagöng  í júlí var um 10% minni en í fyrra en alls voru farnar 85.120 ferðir í gegnum göngin eða um 2.745 ferðir að meðaltali á dag.

Umferð um göngin í liðinni viku, þar sem verslunarmannahelgi er innifalin var um 1% minni en var í vikunni á undan. Mærudagar voru haldnir á Húsavík um þar síðustu helgi og hefur eflaust haft áhrif á umferðina en met var slegið þá viku í umferð um göngin.

Umferð um Vaðlaheiðagög í þar síðustu vikur var sú mesta sem verið hefur í ár, 20.407 ferðir eða 2.915 ferðir að meðaltali á dag.

Nú má ætla að toppi hafi verið náð hvað umferð varðar og gert ráð fyrir að hún fari minnkandi út árið. Uppsöfnuð umferð frá áramótum er 5% meiri en í fyrra. Þetta kemur fram á facebooksíðu Vaðlaheiðaganga.


Athugasemdir

Nýjast