Skógardagurinn í Kjarnaskógi

Ketilkaffi verður í boði í Kjarnaskógi á Skógardeginum á morgun.
Ketilkaffi verður í boði í Kjarnaskógi á Skógardeginum á morgun.

Skógardagurinn í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli á sunnudaginn, 31.júlí. Dagskráin byrjar klukkan 13 og stendur fram eftir degi.
Meðal þess sem verður í boði á skógardeginum er að Húlladúllan mætir á svæðið með sýningu og býður gestum að prófa ýmis húllatrix eftir getustigi.Í boði verður sveppafræðsla og popp poppað  yfir varðeldi, foreldrar geta bragðað á ketilkaffi.Sápukúlur verða á svæðinu og tónlistin ómar. Þar verður einnig ísvang og í samvinnu við Amtbókasafnið verður settur upp ratleikur fyrir börnin.


Athugasemdir

Nýjast