Vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri

Maðurinn sem ekið var á í miðbæ Akureyrar í gær er látinn. Þetta segir í tilkynningu sem Lögreglan á Norðurlandi eystra birti á Facebook.

Þar segir að vegfarandinn hafi verið  karlmaður á áttræðisaldri og lést hann af áverkum sínum á Sjúkrahúsi Akureyrar síðdegis í dag. Vegfarandinn var að ganga yfir götu þegar ekið var á hann. Málið er í rannsókn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra.


Athugasemdir

Nýjast