Ásdís Guðmundsdóttir gengur til liðs við sænska handboltaliðið Skara HF

Ásdís Guðmundsdóttir semur við Skara HF í Sviþjóð
Ásdís Guðmundsdóttir semur við Skara HF í Sviþjóð

Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður með KA/Þór  i handboltanum hefur gengið til liðs við sænska liðið Skara HF sem er sama félag og Aldís Ásta Heimisdóttir gekk til liðs  við fyrr í sumar.

Það er óhætt að segja að lið KA/Þór hefur orðið fyrir  mikili blóðtöku í sumar, burðarársar hafa yfirgefið liðið en  á sama tíma er það vitni um gott starf félagsins að  leikmenn þess veki áhuga félaga erlendis  og í framhaldi af þvi gangi til liðs við félög ytra.

Það verður gaman að fylgjast með þeim stöllum Ásdísi og Aldísi  með liði Skara á komandi keppnistímabili.


Athugasemdir

Nýjast