Magnaður árangur Þorbergs Inga í utanvegahlaupi í Nice

Þorbergur Ingi að koma i mark í dag.
Þorbergur Ingi að koma i mark í dag.

Norðfirðingurinn og ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson sem búsettur er á Akureyri  gerði það ekki endaspleppt í utanvegahlaupi við Nice á suðurströnd Frakklands i dag þegar hann kom annar i mark í hvorki meira né minna en 61 km hlaupi á hreint út sagt möngnuðum tíma 6:08:10 klst.   Hlaupið í  dag var liður í undirbúningi hans fyrir HM sem fram fer í Thailandi í næsta mánuði.

Alls voru það 1279 hlauparar sem  mættu við rásmarkið en 1091 luku keppni.  Þorbergur Ingi hefur átt mjög gott sumar og skotið keppninautum sínum ref fyrir rass. 

Hann vann glæsilegan sigur í Súlur Vertical Ultra hlaupinu í karlaflokki sem fram fór um Verslunarmannahelgina en þar lagði hann 55 km undir fætur og fór nokkuð létt með.  Þorbergur Ingi hefur lika aðeins skotist í götuhjólreiðar og sama saga þar, glæsilegur árangur þó ,,fákur“ hans sé etv ekki bestu gerðar.

Óhætt er að segja að þessi maður sé gerður úr einhverju aðeins öðru en við hin og það verður magnað að fylgjast með honum vinna frekari afrek til viðbótar við öll hin sem hann nú þegar hefur unnið.


Athugasemdir

Nýjast