Fréttir

Sáttatillaga upp á 25 milljónir vegna tafa við gatnagerð í Móahverfi

Samþykkt hefur verið sáttatillaga milli Akureyrarbæjar og Norðurorku við verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson um greiðslu 25 milljóna króna vegna tafa sem urðu við útboðsverkefnið Móahverfi 1, gatnagerð og lagnir.

Lesa meira

Fyrsta jarðgerðarvélin sett upp við verslun Samkaupa í Mývatnssveit

Samkaup hefur komið upp jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun Krambúðarinnar í Mývatnssveit. Vélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýtt í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Lesa meira

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira

Þórsstelpur leika til úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta

Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur  með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.

Lesa meira

Sigurður Arnarson veitt Hvatningarverðlaun skógræktar í dag

Hvatningarverðlaun skógræktar voru veitt í fyrsta skipti í dag á fagráðstefnu skógræktar í Hofi, sem er við hæfi á alþjóðlegum degi skóga.

Lesa meira

SAk tekur stökk um 6 sæti í Stofnun ársins á milli ára

Ímynd SAk er á góðri leið og mælist rétt undir meðallagi þátttakandi stofnanna og ívið betri en á öðrum heilbrigðisstofnunum.

Lesa meira

Körfubolti: Sögulegur dagur hjá Þórsliðinu!

Kvennalið Þórs í körfubolta mætir liði Grindavíkur í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.

Lesa meira

Akureyri - næsta borg Íslands

Áhrifasvæði Akureyrar er stórt en það nær um allan Eyjafjörð og að einhverju marki austur til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Svæðið hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú búa þar um 8% þjóðarinnar. Vöxturinn hefur verið með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu enda hafa sveitarfélögin í nágrenni Akureyrar einnig verið í miklum vexti og mikilvægi sterkra byggða í nágrenninu er gífurlegt, því þær styrkja Akureyri og hlutverk hennar enn frekar.

Lesa meira

Akureyri - Mikil loftmengun í morgun mest af völdum svifryks

Samkvæmt upplýsingum úr loftgæðamæli sem staðsettur er við Strandgötu á Akureyri eru loftgæði alvarlega slæm um þessar mundir en hægt er að fylgjst með mælingum á heimasíðu Akureyrarbæjar gegnum meðfylgjandi slóð.  Tölur hafa  hækkað  og lækkað í morgun en eru enn sýndar  með rauðum lit sem er alls ekki gott

 https://loftgaedi.is/is?zoomLevel=13&lat=65.68431629623733&lng=-18.096688344622926

Lesa meira

Lögregla varar við hættulegum lyfjum

Að undanförnu hafa komið upp mál hjá lögreglu þar sem vísbendingar eru um að framboð á ólöglegum lyfjum sé að aukast á svörtum markaði. 

Lesa meira