Klísturfélagið frá Húsavík á HM í Svíþjóð ,,Það er bara áfram gakk, við höfum fulla trú á okkar mönnum“

Klístursfélagið ásamt aðstoðarþjálfara landsliðsins, frá vinstri:  Sigmundur Hreiðarsson, Gunnar Jóh…
Klístursfélagið ásamt aðstoðarþjálfara landsliðsins, frá vinstri: Sigmundur Hreiðarsson, Gunnar Jóhannsson, Gunnar Magnússon HSÍ, Sigurður Illugason og Sveinn Freysson.

Þeir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir glæsilegan klæðaburð  og framgöngu i hvívetna félagarnir í Klísturfélaginu frá Húsavík,  en fjórmenningarnir hafa sprangað um götur Kristianstad í Svíþjóð og horft á leiki með landsliðinu okkar i handbolta þess á milli.

Kl+isturf+elagið

Vefurinn tók stöðuna á þeim köppum og fyrir svörum var Sigmundur  Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæðis Norðlenska á Húsavík

Við erum hér fjórir félagar úr Klísturfélaginu, má kannski segja fimm í ljósi þess að Aron Pálmarsson skráði sig í félagið fyrir nokkrum árum og gaman að segja frá því að Bjarki Már Elísson hefur gefið vilyrði fyrir því að ganga í félagið.

Hvða hefur þessi hópur farið á mörg stórmót i handbolta?  Þetta er mitt sjöunda stórmót, fór fyrst 1978 og svo höfum við tveir í félaginu farið núna á sex í röð utan þess að við fórum ekki til Egyptalands, aðrir hafa ekki alveg náð því.

Gríðarlegt svekkelsi s.l. laugardagskvöld en hafið þið náð að hrissta þau af ykkur og eru þið til i slaginn gegn Suður Kóreu i dag? Svekkelsi laugardagsins voru gríðarleg, en það er bara áfram gakk og við höfum fulla trú á okkar mönnum.    Hópurinn er sannanlega klár í slaginn í dag og hópurinn allur hér í Kristianstad mun ekki slá slöku við og styðja okkar menn til sigurs, þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og erfitt að gera sér grein fyrir þeirri stemningu sem búin er að vera hér nema upplifa hana sjálfur.

Segðu með frá þessum óvenju glæsilegu jökkum sem félagsmenn klæðast, hver eða hverjir  eiga heiðurinn af þessari hönnun, hver er tizkulöggan í félaginu

Jakkarnir voru sameiginlegt verkefni og svo hafa konurnar okkar að sjálfsögðu komið framhaldinu. Svekkelsi laugardagsins voru gríðarleg, en það er bara áfram gakk og við höfum fulla trú á okkar mönnum.  

Leikurin gegn Suður Kóreu hefst  kl 17 í dag og  við segjum auðvitað...... 

ÁFRAM ÍSLAND!!!


Athugasemdir

Nýjast