Gögn um byggingu VMA afhent skólanum til varðveislu

Þorsteinn Geirharðsson og Sigríður Huld Jónsdóttir. Mynd/ VMA
Þorsteinn Geirharðsson og Sigríður Huld Jónsdóttir. Mynd/ VMA

„Ég get ekki neitað því að það greip mig nostalgíutilfinning að ganga hér um skólann, það rifjaðist eitt og annað upp. Ég er mjög ánægður fyrir pabba hönd og sjálfs mín og er stoltur af þessari byggingu. Í gegnum tíðina hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð um þessi húsakynni frá nemendum sem hafa verið hér. Ég tel að almennt megi segja að það hafi verið mikil natni í hönnun og öllum frágangi við húsið. Það eru margar og skemmtilegar efnisáferðir og litir í húsinu. Fólki finnst byggingin margbreytileg og hún vekur sterkar minningar fólks. Það er gefandi og skemmtilegt,“ segir Þorsteinn Geirharðsson arkitekt en sl. föstudag afhenti hann Sigríði Huld Jónsdóttur skólameistara, fyrir hönd VMA, með formlegum hætti mikið magn af gögnum af ýmsu tagi sem arkitekt skólans og faðir Þorsteins, Geirharður Þorsteinsson, hafði haldið til haga og geymt á vísum stað. Um er að ræða vinnugögn sem tengjast hönnun og byggingu Verkmenntaskólans á sínum tíma. Geirharður lést árið 2017. Þorsteinn þekkir líka mjög vel til húsakynna VMA enda starfaði hann um tíma með föður sínum og tók síðan við keflinu og teiknaði nýjustu álmur skólans. Þetta kemur fram á vefsíu skólans. Nánar HÉR


Athugasemdir

Nýjast