Nýtt Ungmennaráð tekið til starfa

Barnasáttmálinn. Mynd eftir Rán Flygering, unnin í tengslum við Stórþingið 2019.
Barnasáttmálinn. Mynd eftir Rán Flygering, unnin í tengslum við Stórþingið 2019.

Í nóvember sl. var opnað fyrir umsóknir í Ungmennaráð Akureyrarbæjar og bárust ráðinu þó nokkrar afar frambærilegar umsóknir. Fimm sæti voru laus í ráðinu og að kosningu liðinni tóku fjórir nýir fulltrúar sæti og einn fulltrúi hlaut endur kosningu. Ungmennaráðið er fullskipað 11 ungmennum á grunn- og framhaldsskólaaldri:

Ungmennaráð Akureyrarbæjar 2023-:
Anton Bjarni Bjarkason - endurkosinn
Ásta Sóley Hauksdóttir
Elva Sól Káradóttir
Erika Arna Sigurðardóttir – ný í ráðinu
Felix Hrafn Stefánsson – nýr í ráðinu
Freyja Dögg Ágústudóttir
Fríða Björg Tómasdóttir
Haukur Arnar Ottesen Pétursson – nýr í ráðinu
Heimir Sigurpáll Árnason – nýr í ráðinu
Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
Telma Ósk Þórhallsdóttir


Nýja ráðið hefur nú fundað tvisvar sinnum frá kosningum, 7. desember og 4. janúar, og eru hjólin strax farin að rúlla enda margt spennandi framundan.
Helst ber að nefna Stórþing ungmenna sem haldið verður í Hofi þann 28. febrúar nk. frá kl. 10:00. Stórþingið er vettvangur fyrir börn og ungmenni á svæðinu til að koma saman og ræða þau málefni sem brenna hvað helst á þeim. Um er að ræða eitt stærsta verkfærið í gagnasöfnun um stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu.
Þá er Bæjarstjórnarfundur Unga fólksins á dagskrá 14. mars. Þar gefst fulltrúum ungmennaráðsins tækifæri til þess að ávarpa bæjarstjórnina og koma á framfæri þeim málum sem börn og ungmenni á Akureyri telja að þarfnist áheyrnar bæjarstjórnar til að bæta stöðu þeirra í sveitarfélaginu okkar. Efnisatriði fundarins verða meðal annars unnin úr niðurstöðum Stórþingsins.

Nánari upplýsingar um hvoru tveggja munu koma síðar.

Minnum á netfang Ungmennaráðsins, ungmennarad@akureyri.is. Við tökum glöð við hvers kyns ábendingum um málefni sem hafa með hagsmuni barna og ungmenna að gera.

Frá þessu segir á heimasíðu bæjarins www.akureyri.is


Athugasemdir

Nýjast