Alzheimersamtökin - Mikilvægt að rjúfa einangrun og deila reynslu
„Fólk er afskaplega þakklátt fyrir að fá þetta tækifæri, hafa vettvang til að koma saman og eiga notalega og fræðandi stund,“ segir þær Björg Jónína Gunnarsdóttir og Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir en þær eru tenglar Alzheimersamtakanna á Akureyri. Í haust hófu þær að bjóða upp á svonefnt Alzheimerkaffi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og verður það næsta á mánudag, 5. desember frá 17 til 19.