Fréttir

Að hlaða okkar eigin batterí

Samfélagið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Sífellt áreiti bæði í starfi og leik. Það eru ekki bara blessuð börnin sem eiga erfitt að leggja símana og tölvurnar frá sér, við sem eldri erum, erum flest lítið skárri.

Lesa meira

VIÐAR ÖRN KJARTANSSON GENGUR TIL LIÐS VIÐ KA

,,Knattspyrnudeild KA barst í dag heldur betur stórkostlegur liðsstyrkur þegar Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning við félagið. Viðar Örn er einhver allra mesti markaskorari í sögu Íslands og segir það ansi mikið um það umhverfi sem við höfum skapað hér fyrir norðan að Viðar Örn gangi í raðir KA" segir í nýrri frétt á heimasíðu KA í morgun.

Lesa meira

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars kl 20:30. Hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum. Hann mun einnig syngja glænýtt lag sem kemur í dag 29 mars, daginn fyrir tónleikana!

Lesa meira

Björgunarsveitir sóttu vélsleðamann við Húsavík

Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Nykurtjörn við Húsavík

Lesa meira

Tillaga að breytingum á innilaug Sundlaugar Akureyrar

Lögð hefur verið fram tillaga að innan- og utanhúss breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar.

Meðal breytinga sem fram kom í tillögu frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt er að  sagði verði niður úr öllum gluggum á austurveggnum. Svæðið undir núverandi útigöngubrú er afmarkað með glervegg og nýtt gólf steypt. Þá verði steyptur er nýr rampur fyrir fatlaða í nýtt stækkað svæði undir núverandi útigöngubrú. Einnig verði steypt upp í núverandi hurðargat inn í spennistöð sunnan við sundlaugarsal og nýtt hurðargat er sagað á austurhlið spennistöðvar.  Komið verði fyrir nýjum útitröppum meðfram austurhlið.

Lesa meira

Enginn sótti um lóð á Jaðarsvelli

Það kom fram á fundi skipulagsráðs í gær miðvikudag að enginn hafi gert tilboð í byggingarrétt á hóteli á Jaðarsvelli en frestur var til 13. mars s.l.  Átta aðilar náðu í útboðsgögn.

Lesa meira

Tónlistarhátíðin HnoðRi hefur göngu sína á Húsavík um páskana

Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.

Lesa meira

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri

 Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.

Lesa meira

Sérnám í hjúkrun við SAk

Leiðsagnarár til sérfræðiviðurkenningar eða „sérnám“ í hjúkrun er nú í boði árlega á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið sérnáms er að hjúkrunarfræðingar fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum SAk. Að því tilefni skrifuðu tveir hjúkrunarfræðingar ásamt deildarstjórum, fræðslustjóra SAk og framkvæmdastjóra hjúkrunar undir samning á dögunum um að hefja sitt sérnám við SAk.

Lesa meira