Fréttir

Ráðherra skipar hæfninefnd utanaðkomandi sérfræðinga

Mikilvægt er að sátt ríki um framkvæmd skipunar skólameistara Menntaskólans á Akureyri

Lesa meira

Eldur getur skapað hættu fyrir gesti

Vilja vinnuhóp um brunavarnir og flóttaleiðir 

Lesa meira

B, D, S og M- listar hefja formlegar viðræður á Akureyri

Á fundinum var rætt um áherslur allra og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum

Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin

Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans

Lesa meira

Furðudýr barnanna í Listasafninu á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram þriðja og síðasta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna

Lesa meira

Unnið að því að koma upplýsingamiðstöð upp í Hofi

Miklar umræður hafa verið í bænum um skort á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og mikinn fjölda fyrirspurna þeirra í Menningarhúsinu Hofi

Lesa meira

Sjávarútvegsskóli unga fólksins hlaut verðlaun

Mikil hvatning og viðurkenning á mikilvægi skólans

Lesa meira

Komu niður á kirkjugarðsvegg og mikinn öskuhaug

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Lesa meira

Viðræðum slitið á Akureyri

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur slitu í kvöld viðræðum við L-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar

Lesa meira

Meirihlutaviðræður á Akureyri á viðkvæmu stigi

Hugsanlega að sigla í strand

Lesa meira

Barnabókahátíð í Hofi

Bjarni Fritzson, Brynhildur Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason lesa úr eigin verkum

Lesa meira

Tveir stærstu flokkarnir í Norðurþingi hefja meirihlutaviðræður

Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks og félagshyggju og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn Norðurþings.

Lesa meira

Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri

Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar meirihlutaviðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins.

Lesa meira

Íþróttin er að lognast út af

  • Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs býr við bágborna æfingastöðu
  • Einungis hægt að halda úti lágmarksstarfi fyrir afreksfólk og nýliðar komast ekki að

„Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar afreksfólk. Engir aðrir komast að, en við finnum fyrir miklum áhuga og marga langar að prófa, en aðstaða sem við höfum nú leyfir það því miður ekki,“ segir Alfreð Birgisson í bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri.  Félagið hefur nú til umráða 4 brautir í aðstöðu Skotfélagsins í kjallara Íþróttahallarinnar og einungis í tvo tíma í senn seinni part virkra daga.  Bogfimi hefur verið stunduð innan Akurs í einhverjum mæli allt frá stofnun félagsins.

Alfreð segir að árangur og ástundun hafi um tíðina verið mismikil, hún hafi ekki síst staðið og fallið með því hve góðar aðstæður hægt er að bjóða upp á við æfingar. Greinin sé þess eðlis að hún eigi erfitt uppdráttar í venjulegum íþróttasal, nema með fylgi aðstaða til að geyma búnað. Þannig hafði Akur aðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla til að byrja með og með í kaupunum fylgdi geymslurými fyrir boga og búnað.

Hrun í fjölda iðkenda

Félagið fékk  snemma árs 2018 til afnota húsnæði í Austursíðu, þar sem nú er Norðurtorg og hentaði að einkar vel til bogfimiiðkunar. Afnotin fékk félagið gegn vægu afnotagjaldi, bærinn greidd einnig félagið 600 þúsund krónur á ári í styrki sem fóru upp í kostnað við leiguna. „Það var eins og við manninn mælt, um leið og við gátum boðið upp á góða aðstöðu fór starfið að eflast og dafna,“ segir Alfreð. „Það var mikill metnaður lagður í það að hálfu stjórnar og þjálfara að byggja greinina upp og þegar mest var veturinn 2019 til 2020 voru á milli 70 og 80 virkir iðkendur að æfa með félaginu. Árangur lét ekki á sér standa, innan félagsins kom upp hver afreksíþróttamaðurinn á fætur öðrum sem unnið hafa til fjölda verðlauna bæði á mótum hér innanlands og utan.“ Fjöldi iðkenda nú er á bilinu 10 til 12 manns.

Félagið missti aðstöðu sína í Austursíðu, það varð ljóst strax haustið 2019 að ekki yrði þar um framtíðaraðstöðu að ræða. Alfreð segir að þá strax hafi fulltrúar frá Akureyrarbæ og Íþróttabandalagi Akureyrar, ÍBA verið upplýstir um þá stöðu sem við blasti. Málinu var vísað til frístundaráðs og leit hafin að hentugu húsnæði og hefur sú leit staðið yfir svo til óslitið síðan en án árangurs. Það sem í boði var reyndist félaginu ofviða, enda félagið ekki með mikið fé til að greiða leigu. Bærinn hefði því þurft að leggja fram myndarlega rekstrarstyrki eða þá að finna aðrar leiðir til að fjármagn leigu á æfingahúsnæði.  

Gremjulegt að þurfa að vísa áhugasömum nýliðum frá

Lesa meira

Lokaorð oddvita Kattaframboðsins

Snorri Ásmundsson skrifar

Lesa meira

Meirihlutinn heldur velli í Norðurþingi

B- listi Framsóknar og félagshyggju er stærstur í Norðurþingi með 31,6% atkæða og heldur sínum þremur fulltrúum 

Lesa meira

Átta nýir bæjarfulltrúar á Akureyri

Bæjarlistinn fékk flest atkvæði á Akureyri, 18,7 prósent greiddra atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa en voru áður með tvo.

Lesa meira

Norðanátt fær 20 milljónir

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, undirritaði í gær samstarfsyfirlýsingu um verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið í tengslum við sóknaráætlanir sveitarfélaga

Lesa meira

Bambahús og gróðurkassar við Reykjahlíðarskóla

ambahúsið inniheldur 1000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar.

Lesa meira

Hjá L-listanum er Akureyri í 1. sæti

Við erum heppin, að fólkið sem er í efstu sætum L-listans er tilbúið að ljá okkur krafta sína og er með þá sýn, sem L-listinn hefur alltaf haft: Akureyri er númer eitt.

Lesa meira

Aðeins 3% af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á Norðurland eystra

Alls hlutu 54 verkefni styrki

Lesa meira

Taka út svæði í Glerárgili fyrir Ziplínubrautir

Alex Van Riswick frá Hollandi kom sérstaklega til Akureyrar til að taka út svæði fyrir Ziplínur sem til stendur að setja upp við Glerárgil nú síðar í maí. Hann mældi allt svæðið út og myndaði  það með 3D skanna en með það nesti fór hann heim til Hollands þar sem hann mun leggja lokahönd á brautarhönnun ásamt teymi sínu sem í eru m.a. verkfræðingar og arkitekar.

Lesa meira

Reginn fasteignafélag - kaupir almenningssalernin í Kaupvangsstræti

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum i morgun að selja ,,víðfræg" salerni undir kirkjutröppunum til Regins- fasteignafélags.

Umræða um salernismál á Miðbæjarsvæðinu skýtur alltaf annað slagið  upp kollinum  en mörgum þykir sem  slíka aðstöðu vanti algjörlega  í Miðbæinn.  Mikil ásókn ferðafólks er í salerni  Akureyrarkirkju eins og  fram hefur komið og  veitingastaðir sem verslanir hafa heldur ekki farið varhluta af fólki sem hefur hug á að létta af sér til að forðast að lenda i djúpum vandræðum!

Hvað nú verður  með hina nýju eign  Regins  veit vefurinn ekki  en það verður áhugavert að fylgjast með hvort  þarna muni koma nýtt  ,,kammerráð"

Lesa meira

Nýr forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar HA

Arnar Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn forstöðumaður RHA

Lesa meira

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna

Velferðarsvið Akureyrarbæjar býður foreldrum upp á nýja þjónustu í formi námskeiðs undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna. Námskeiðin eru fyrir alla foreldra sem eru að skilja, hafa skilið eða íhuga að skilja, en þar er fjallað ítarlega um áhrif skilnaðar á fjölskylduna. Þjónustan stendur öllum íbúum bæjarins til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Það er ekki skilyrði að foreldrar nýti sér þessa þjónustu saman.

Lesa meira

Hlutafjáraukning hjá Samherja fiskeldi ehf. upp á 3,5 milljarða króna og Alf-Helge Aarskog tekur sæti í stjórn

Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hefur verið aukið um 3.500 milljónir króna. Fjármagnið verður nýtt til uppbyggingar tilraunaverkefnis í Öxarfirði auk hönnunar og framkvæmda við 40 þúsund tonna eldisgarð í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun.

,,Þetta er fyrsti fasi hlutafjáraukningar upp á 7,5 milljarða króna sem þegar hefur verið samþykkt. Í kjölfar þessa verður ný stjórn kjörin í Samherja fiskeldi ehf. á aðalfundi félagsins. Norðmaðurinn Alf-Helge Aarskog, fyrrverandi forstjóri Mowi og einn af reynslumestu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis, hefur fjárfest í Samherja fiskeldi ehf. og mun taka sæti í stjórn félagsins.

Lesa meira

Framsýn tekur á móti flóttafólki

Á heimasíðu Framsýnar  segir  af stuðningi stéttarfélagsins við flóttafólk frá Úkraínu.

,,Það getur enginn setið hjá þegar horft er til hörmunganna í Úkraínu þar sem stríðsglæpamaður í byssuleik heldur heilli þjóð í heljargreipum með skelfilegum afleiðingum. Þjóðir heims verða að koma íbúum Úkraínu sem eru á flótta til aðstoðar.

Lesa meira