Óvissustigi almannavarna lýst yfir

Appelsínugul viðvörun á morgun sunnudag
Appelsínugul viðvörun á morgun sunnudag

Í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi eystra hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi almannavarna í umdæminu, vegna veðurs.

Veðurstofa Íslands spáir 20-28 m/s á Eyjafjarðarsvæðinu og í Kinninni. Vindhviður geta farið yfir 40 m/s og því er mælst til þess að passa alla lausamuni.

Sú appelsínugula tekur gildi kl 11 í fyrramálið og er fólk hér hvatt til þess að vera ekki á ferðinni nema algjör og brýn nauðsýn sé. 


Athugasemdir

Nýjast