Segja Akureyrarbæ ætla að taka 35 fm af lóð sinni og færa öðrum

Perla Fanndal og Einar Ólafur Einarsson eigendur húsanna við Oddeyrargötu 4 og Krákustíg 1. Þau höfð…
Perla Fanndal og Einar Ólafur Einarsson eigendur húsanna við Oddeyrargötu 4 og Krákustíg 1. Þau höfðu í hyggju að gera síðarnefnda húsið upp og breyta í íbúð, en þar hafði á árum áður verið verkstæði. Þau sóttu um stækkun á lóð sinni í fyrrasumar, en örfáum dögum síðar gerðu nágrannar þeirra í næstu götu slíkt hið sama. Akureyrarbær hafði tekið vel í erindi þeirra hjóna í fyrstu en þau upplifðu algjöra vendingu í málinu þegar fleiri sóttust eftir þessum litla bletti.

mth@vikubladid.is

Tvær athugasemdir bárust við grenndarkynningu sem lauk nú nýverið um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta vegna breytinga á lóðarmörkum Krákustígs 1. Eigendur að Oddeyrargötu 4, þau Perla Fanndal og Einar Ólafur Einarsson eiga einnig hús við Krákustíg 1, sem áður var Oddeyrargata 4b. Þau sóttu á liðnu sumri um stækkun lóðar sinnar, en þau hugðust gera húsið upp, breyta því úr verkstæði í íbúð. Fáum dögum eftir að þau sóttu um kom umsókn frá eigendum Krabbastígs 4 sem einnig sóttu um stækkun lóðar. Þeir höfðu nýtt sér bílastæði ofan við Krákustígshúsið og vildu gera áfram. Málið hefur verið að velkjast í skipulagsráði upp frá því en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi þess.

Forsagan er sú að Einar og Perla sem búa við Oddeyrargötu 4 bauðst að kaupa  húsið við Krákustíg 1 síðastliðið sumar, en það er rétt ofan við þeirra hús. Húsið við Krákustíg 1 var byggt árið 1957 og lengi var þar rekið verkstæði. Þau hafa áform um að gera húsið upp og útbúa þar íbúð. Lóðaleigusamningur vegna Krákustígs 1 var í gildi í 10 ár, en lóðaleiga var alltaf greidd af húsinu sem og fasteignagjöld og bæði lóðin og húsin eru á deiliskipulagi.

Lítið bílastæði reyndist inn á deiliskipulaginu

Eftir húsakaupin á liðnu sumri leituðu þau til skipulagsyfirvalda og fengu þær upplýsingar að hægur vandi væri að fá lóðaleigusamning vegna Krákustígs 1, en við nánari athugun kom í ljós að lítið bílastæði er merkt inn á deiliskipulagið, „svo lítið að þar kemst vart fyrir lítill yaris,“ segir Perla og bætir við að í stöðunni hafi þá verið tveir kostir. Annar að bæta stæðinu við lóð Krákustígs 1 eða minnka þeirra lóð þannig að stæðið gæti þjónað áfram. Var þeim hjónum ráðlagt að skeyta stæðinu við lóð sína og gerðu það.

Nokkrum dögum síðar sækja eigendur hússins við Krabbastíg 4 um að eignast þennan hluta lóðarinnar, en höfðu áður nýtt það sem eigið bílastæði. „Af einhverjum ástæðum verður þá vending í málinu, umsókn okkar er hafnað og þeirra tekin til skoðunar,“ segir Einar. Þau hjónin benda á að þau hefðu keypt 360 fermetra lóð samkvæmt fasteignaskrá og deiliskipulagi, en deiliskipulagið var síðasta auglýst árið 2015 og bárust þá engar athugasemdir frá eigendum Krabbastígs 4 um að þau eigi tilkall í umræddan skika.

Ætlar að taka 35 fermetra af lóðinni bótalaust

„Akureyrarbær virðist ætla sér að taka 35 fermetra af okkar eign bótalaust og án þess að taka á nokkurn hátt þátt í frágangi á svæðinu. Grenndarkynningu lauk nú fyrir skömmu en samkvæmt henni ætlar bærinn nú allt í einu að gera þarna opið svæði eða göngustíg. Það er alveg ljóst að þessi göngustígur nýtist engum nema íbúum við Krabbastíg 4 sem þá fá aðgengi að lóð sinni frá annarri götu en þeirra eigin. Það er ekki neinir almannahagsmunir til staðar fyrir því að lóðin við Krákustíg 1 verði minnkuð og skikinn gerður að opnu svæði til almannanota. Það sjá það allir að þessi stígur er ekki fyrir almenning,“ segja þau Perla og Einar. „Það sætir mikilli furðu að búa til göngustíg sem nýtist einni lóð og gera það með því að skerða lóð í eigu annarra.“

Þau segja að verði þetta lyktir málsins, þ.e. að Akureyrarbær taki lóð í þeirra eigu bótalaust og færi öðrum megi búast við að margir sjái sæng sína upp reidda og krefjist þess sama víða um bæinn. „Verði þetta niðurstaðan má segja að þetta sé ekki annað en þjófnaður. Það er algjör svikalýsing að kalla þetta opið svæði, því þetta er göngustígur sem liggur heima að húsi sem enginn nema íbúarnir eiga erindi um,“ segja þau.

Kráku


Athugasemdir

Nýjast