Markmiðið að ná jafnvægi í rekstri árið 2025
„Markmiðið er að ná jafnvægi í rekstrinum fyrir árið 2025 og ég er bjartsýn á að áætlun sem við leggjum fram fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar muni sýna að það markmið náist,“ segir Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs Akureyrar. Fyrri umræðu um fjárhagsáætlun er lokið og var hún m.a. kynnt á rafrænum fundi fyrr í vikunni.