Breytingar i veðri og þá þarf að gæta að ýmsu.

Nú er ekki eftir neinu að bíða með mokstur á snjó af svölunum.    Mynd TBG
Nú er ekki eftir neinu að bíða með mokstur á snjó af svölunum. Mynd TBG

Lögreglan hefur áhyggjur af komandi hlýindakafla  og sendi frá sér þessa punkta sem hér fylgja.  

Á morgun, föstudaginn 20. janúar, má vænta talsverðra breytinga í veðrinu hjá okkur. Það frost sem verið hefur frá því fyrir áramót gefur eftir og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun á okkar svæði vegna asahláku.

Hlýna fer í fyrramálið og má búast við að hiti fari í allt að 10-12 stig á morgun og á laugardaginn. Þessu fylgja ýmsar áskoranir og á helst að tryggja að vatn komist sína leið í niðurföll.   Þá verður flughált, bæði fyrir gangandi og akandi.  Hvetjum við alla til að huga vel að þessum þáttum, moka frá niðurföllum, hreinsa af húsþökum og fara síðan varlega, það verður hláka og hálka.

 

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast