Frístundastyrkir hækka í Norðurþingi

Húsavík. Mynd/Húsavíkurstofa
Húsavík. Mynd/Húsavíkurstofa

Frístundastyrkir hafa verið greiddir til ungmenna í Norðurþingi frá árinu 2018.
Fyrsta árið var upphæðin 6000 kr. en var 17.500 kr. á árinu sem var að líða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Norðurþings.

Þar kemur jafnframt fram að búið sé að ákveða að upphæð fyrir árið 2023 verði 20.000 kr. á hvert ungmenni á aldrinum 2-18 ára. Einnig er vert að nefna að nú geta ungmenni á aldrinum 16-18 ára nýtt styrkinn til kaupa á kortum í líkamsræktarstöðvar.

Markmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Árið 2022 lækkuðu styrkirnir æfingagjöld ungmenna um tæplega 5,8 milljónir. Hlutfall ungmenna sem nýta sér styrkinn hefur hækkað ár frá ári og á árinu 2022 nýttu 364 ungmenni sér styrkinn. 

Frístundarstyrkir 1

Nýtingarhlutfall síðasta árs var um 65% sem er á svipuðu reki og gengur og gerist á landsvísu þó svo að uppsetning og útfærsla styrkja sé breytileg á milli sveitarfélaga. 

Frístundarstyrkur 2

 


Athugasemdir

Nýjast