Slökkviliðs Akureyrar - Þegar hefur verið farið í yfir 50 sjúkraflug á fyrstu dögum ársins

Mynd Gestur Þór Guðmundsson hjá Slökkviliði Akureyrar
Mynd Gestur Þór Guðmundsson hjá Slökkviliði Akureyrar

Starfsemi Slökkvilið Akureyrar hefur aukist undanfarin ár og segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að það megi m.a. rekja til aukins íbúafjölda og einnig hafi fleiri ferðamenn viðkomu á Akureyri sem og sinni liðið fleiri verkefnum utan bæjarins.

 Á liðnu ári voru útköll slökkvilið alls 119 talsins, heldur færri en árið á undan  þegar þau voru 143, en útköll voru t.d. vegna elds eða vatnsleka.  Útköllum sjúkrabíla fjölgaði talsvert á milli ári, þau voru 2256 árið 2021 en 3063 í fyrra. Þá varð einnig umtalsverð aukning í sjúkraflugi, en í fyrra urðu þau 891 með alls 934 sjúklinga. Árið á undan voru sjúkraflug 807 talsins með 839 sjúklinga. Gestur Þór segir vekja athygli hversu mikil aukning sé í sjúkraflug, en sem dæmi þá hefur þegar verið farið í yfir 50 sjúkraflug á fyrstu dögum ársins. 

Nú starfa um 34 einstaklingar hjá slökkviliðinu þar sem sinnt er sjúkraflutningum, slökkvistarfi ásamt því að tvær sjúkraflugvélar eru á Akureyrar sem Slökkviliðið sér um að manna, auk lækna þegar þarf. Báðar eru sérútbúnar og geta hvor um sig tekið tvo liggjandi sjúklinga. „Það má segja að þessar vélar séu eins og lítill spítali með vængi,“ segir hann.

 Mikill metnaður

„Slökkvilið Akureyrar hefur lagt mikinn metnað í aðkomu sinni að sjúkraflugi. Meðal annars er sett aukin menntunar- og reynslukrafa gagnavart starfsmönnum sem sinna sjúkraflugi. Sú menntun og reynsla inniheldur m.a. sérhæfðari inngrip og þjónustu við bráðveika sjúklinga í teymisvinnu með svæfingarlæknum. Í alvarlegri útköllum eru sendir einstaklingar sem sótt hafa menntun erlendis, bráðatæknar, ásamt svæfingarlækni,“ segir Gestur Þór.Almennt starfsvæði Slökkvilið Akureyrar í sjúkrafluttningum er Eyjafjarðarsveit, Akureyri, Grenivík , Svalbarðseyri og Hörgársveit, ásamt hluta Þingeyjarsveitar.

„Í slökkvistarfi störfum við á sömu svæðum, ásamt því að koma til aðstoðar við önnur slökkvilið í okkar nærumhverfi,“ segir Gestur.  Upptökusvæði sjúkraflugsins er allt Ísland. Auk þess fara starfsmenn í sjúkraflug til nærþjóða okkar t.d.til  Grænlands,– Danmerkur eða Svíþjóðar.

Hann segir ávallt horft fram á veginn hjá Slökkviliði Akureyrar og hvort bæta megi á einhvern hátt fagþjónustu sem sinnt er. Starfsmenn SA hafa mismunandi menntun að baki og þeir hafa einnig sótt sér menntum af ýmsu tagi til viðbótar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á því námi sem snýst um slökkviþátt starfsins og er leiðir HMS þá vinnu.

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast